Til aðstandenda

Kæru aðstandendur Grundar

Veiran minnir á sig þessa dagana og viljum við því skerpa aðeins á reglum hjá okkur. Allir gestir eru beðnir um: 1. Að spritta sig við komu í hús 2. að bera grímu á leið inn og útúr húsi 3. að dvelja eingöngu á herbergi heimilismanns á meðan á heimsókn stendur 4. að staldra ekki við á göngum og tala við starfsfólk heldur hringja í okkur 5. að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum Við biðjum gesti að koma ekki í heimsókn ef þeir: Eru í sóttkví eða smitgát. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku). Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang). Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví einsog reglur á landamærum segja til um. Með kærri þökk fyrir skilningsríkt og ánægjulegt samstarf😊 Mússa ... lesa meira


Heimilismenn fá örvunarskammt af bóluefni

Í næstu viku stendur til að gefa heimilismönnum á Grund svokallaðan örvunarskammt af bóluefni Pfizer eða bólusetningu nr. 3. Við höfum ekki fengið að vita nákvæma dagsetningu en það skýrist síðar í vikunni. Ef einhver heimilismaður vill EKKI bólusetningu, og aðstandendur þekkja best sitt fólk, þá endilega að láta mig vita. Annars munu okkar læknar fara yfir það hjá hverjum og einum. Sigríður Sigurðardóttir, hjúkrunarstjóri.... lesa meira


Örvunarskammtur af bóluefni

Í næstu viku stendur til að gefa heimilismönnum í Mörk svokallaðan örvunarskammt af bóluefni Pfizer eða bólusetningu nr. 3. Við höfum ekki fengið að vita nákvæma dagsetningu en það skýrist síðar í vikunni. Ef einhver heimilismaður vill EKKI bólusetningu, og aðstandendur þekkja best sitt fólk, þá endilega að láta mig vita. Annars munu okkar læknar fara yfir það hjá hverjum og einum. Sigríður Sigurðardóttir hjúkrunarstjóri. ... lesa meira


Gleðidagur í Ási

Komið þið sæl. Það ríkir gleði hjá okkur í Ási í dag því allar niðurstöður sýna voru neikvæðar sem þýðir að enginn heimilismaður reyndist smitaður af Covid 19. Heimsóknir eru leyfðar en minnum á að það komi mest tveir í heimsókn til heimilismanns í einu, farið sé beint inn á herbergi og ekki stoppað í sameiginlegum rýmum. Allir gestir þurfa að vera með maska og spritta sig þegar þeir koma í hús. Enn er ekki leyfilegt að koma með börn og ungt fólk í heimsókn.... lesa meiraKæru aðstandendur

Í næstu eigum við von á að starfsfólk fái síðari bólusetningu og getum við þá slakað á heimsóknarreglum upp úr mánaðarmótum mai/júní. Þangað til verða óbreyttar heimsóknarreglur. Það þýðir að enn eru tvær heimsóknir á dag og börn undir 18 ára mega því miður ekki koma í heimsóknir. Heimsóknartímar eru óbreyttir frá 13-18. Heimsóknir eru bundnar við herbergi heimilismanna og útisvæði. Veðrið hefur verið hagstætt og hvetjum við ykkur til að nýta heimsóknartímann til útiveru. Það gerir öllum svo gott. Við biðjum gesti að gæta ítrustu árverkni og hafa sóttvarnarráðstafanir í heiðri. Gestir noti andlitsgrímur og spritti sig við komu á heimilið. Höfum hugfast að bólusettir einstaklingar geta smitast af Covid og smitað aðra. Enn og aftur þakka ég ykkur öllum fyrir góða samvinnu þennan erfiða vetur, það er bjart framundan😊 Kveðja Mússa... lesa meira


Til aðstandenda

Í samráði við sóttvarnaryfirvöld gerum við nú tilslakanir á heimsóknarreglum. Áfram biðjum við gesti að gæta ítrustu árverkni og hafa sóttvarnarráðstafanir í heiðri. • Gestir og börn þeirra eru velkomin. • Gestir dvelja ekki í sameiginlegum rýmum heimilanna eins og borðstofu og setustofu. • Heimilismönnum er heimilt að fara út af heimilinu, í gönguferðir, í bíltúra og heimsóknir með sínum nánustu en gæta vel að sóttvörnum og spritta hendur við heimkomu. • Gestir bera grímur, spritta hendur og fara beint inn á herbergi þar sem þeir geta tekið grímuna niður. Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir: a. Eru í sóttkví en gera má undanþágur vegna lífslokameðferðar eða skyndilegra veikinda. b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku). c. Hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu. Þetta ákvæði gildir þó ekki um fullbólusetta eða þá sem hafa fengið COVID-19. Eru þeir velkomnir í heimsókn svo fremi sem þeir framvísa gildum vottorðum og gæti vel að handhreinsun. d. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. e. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang). Mikilvægt er að hafa í huga að sömu samkomutakmarkanir gilda í Ási og almennt í samfélaginu og höfum hugfast að bólusettir einstaklingar geta smitast af Covid og smitað aðra. Í Ási er búið að fullbólusetja allflesta heimilismenn og starfsmenn. Enn á eftir að bólusetja einhverja af vorboðunum okkar ljúfu, starfsmenn sem hófu störf á vormánuðum og eru komnir til að leysa okkur hin af í sumarfríi, ef af líkum lætur fá þau bólusetningu á næstu vikum. Þó kalt hafi verið í veðri í morgun er sumarið heldur betur farið að minna á sig, trén að laufgast og grasið að grænka. Við sjáum fram á betri tíð eftir langan og erfiðan vetur. Hjartans þakkir fyrir allt og gleðilegt sumar, Birna... lesa meira


Kæru aðstandendur

Í samráði við sóttvarnaryfirvöld gerum við nú tilslakanir á heimsóknarreglum. Áfram biðjum við gesti að gæta ítrustu árverkni og hafa sóttvarnarráðstafanir í heiðri. Gestir og börn þeirra eru velkomin. Gestir dvelja ekki í sameiginlegum rýmum heimilanna eins og borðstofu og setustofu. Gestir, börn og heimilismenn hjúkrunarheimilisins eru velkomnir í Kaffi Mörk á meðan sætarými leyfir. Heimilismönnum er heimilt að fara út af heimilinu, í garðinn okkar fallega, í bílferðir og heimsóknir með sínum nánustu. Gestir bera grímur, spritta hendur og fara beint inn á herbergi þar sem þeir geta tekið grímuna niður. Aðalinngangur í Mörk er opinn milli kl.8-18. Mikilvægt er að hafa í huga að sömu samkomutakmarkanir gilda í Mörk og almennt í samfélaginu og höfum hugfast að bólusettir einstaklingar geta smitast af Covid og smitað aðra. ​Í Mörk er búið að fullbólusetja allflesta heimilismenn og starfsmenn. Enn er eftir að bólusetja vorboðana okkar ljúfu, starfsmenn sem hófu störf á vormánuðum og eru komnir til að leysa okkur hin af í sumarfrí, ef af líkum lætur fá þau bólusetningu á næstu vikum. ​Ég tek heilshugar undir orð Gísla Páls forstjóri Grundarheimilanna það sem hann sagði meðal annars í pistli sínum 30.apríl síðastliðnum að lengsti og erfiðasti vetur á sinni starfsævi væri lokið. En þeir sem þekkja mig vita að ég er bjartsýnismanneskja að eðlisfari og nú horfir til betri tíðar þar sem sumarið er heldur betur farið að minna á sig og framundan er sól og sumarylur. ​Hjartans þakkir fyrir allt og gleðilegt sumar, Ragnhildur... lesa meira


Til aðstandenda

Ekki voru upplífgandi fréttirnar í gær með aukningu smita í samfélaginu og verðum við að bregðast við. Við minnum á að halda sig heima finni fólk fyrir minnstu einkennum sem gætu bent til Covid smits og fara í sýnatöku. Auðvitað gildir það sama ef fólk er í sóttkví. Heimilisfólk hefur langflest verið fullbólusett, þó ekki allir og starfsfólk fengið fyrstu bólusetningu en einstaklingar sem eru ekki fullbólusettir geta fengið veiruna og borið hana á milli og verðum við áfram að fara varlega. Heimsóknartakmarkanir eru eftirfarandi: ​*Hjúkrunarheimilinu verður læst þannig að hringja þarf bjöllu til að komast inn. Tilkynna þarf hvern er verið að heimsækja og á Minni og Litlu Grund verður dyravörður og heimsóknir skráðar einsog áður var. *Óbreyttur heimsóknartími verður eða frá kl.. 13-18 *Einungis 2 gestir mega koma yfir daginn til heimilismanna, þeir mega koma saman eða í sitthvoru lagi. Við gerum ráð fyrir að einungis nánustu aðstandendur komi í heimsókn. *Börn yngri en 18 ára mega EKKI koma í heimsókn. *Heimsóknargestir skulu vera með maska, spritta hendur við komu og fara beint inn á herbergi heimilismanns. *Fara skal styðstu leið inn og út af heimilinu og ekki staldra við til að ræða við starfsfólk. Það skal gert símleiðis. *Heimsóknargestum er óheimilt að dvelja í sameiginlegum rýmum, eins og setustofum. *Áfram er heimilt að bjóða heimilismönnum út t.d. í bíltúra en gæta þarft að fjöldatakmörkunum samfélagsins (10 manns) og forðast mannmarga staði. Virða þarf grímuskyldu utan heimilisins. *Ef heimilsmaður hefur farið út þarf hann að þvo hendur og spritta sig þegar hann kemur inn aftur á heimilið. *Við hvetjum fólk til að fara út í göngutúra og njóta útiverunnar. Gætum að persónubundnum sóttvörunum og saman komumst við í gegnum þetta eins og áður Mússa... lesa meira


Kæru aðstandendur

Nú eru blikur á lofti og hópsmit Covid-19 að greinast í samfélaginu. Við erum, eins og þið vitið, búin að fullbólusetja alla heimilismenn og flestir starfsmenn hafa fengið fyrri bólusetningu. Þó er það svo að ekki hafa allir starfsmenn getað þegið bólusetningu af ýmsum ástæðum og er enn ástæða til þess að fara varlega. Það er vert að minna á að þrátt fyrir bólusetningu getur fólk enn smitast af Covid-19 og eins geta bólusettir borið með sér smit. Við biðjum ykkur þess vegna um að fara varlega næstu daga og gæta vel að persónubundnum sóttvörnum. Vinsamlega kynnið ykkur eftirfarandi puntka: Gætum öll að persónubundnum sóttvörnum. Á hverjum degi eru leyfðir 2 heimsóknargestir á hvern íbúa á milli kl. 13-18. Við biðjum gesti um að fara beint inn í herbergi til íbúa og dvelja ekki í sameiginlegum rýmum. Gestir bera grímur og spritta hendur við komu. Við biðjum um að börn, 18 ára og yngri, komi ekki í heimsókn að svo stöddu þar sem mikill fjöldi smita er að greinast í þeirra hópi. Heimilismenn mega enn fara í heimsóknir út af heimilinu en við biðjum ykkur um að fara varlega og gæta þess að öllum sóttvarnarreglum sé fylgt. Við komu á heimilið aftur er heimilismaður beðinn um að spritta hendur. Nú gildir enn og aftur að standa saman eins og við erum orðin svo þjálfuð í. Við gerum þetta saman. Birna... lesa meira