Forsíða

Logo


Jóga fyrir íbúa 60+

Það var róleg og notaleg jóga stund í Kaffi Mörk í morgun. Jóga kennarinn Shinde kemur alla föstudaga kl.10 og býður íbúum íbúða 60+ upp á jóga. Í tímunum eru teygjuæfingar sem bæta líkamsgetu og auka vöðvastyrk. Einnig eru öndunaræfingar og æfingar fyrir andlegan styrk. Tímarnir henta fólki á öllum aldri og á öllum getustigum.... lesa meira



Dömukaffi á Grund

Mjög margar konur hafa verið í "saumaklúbbum" og stundum hafa hannyrðir verið uppi á borðum en oft líka talað um saumaklúbba án þess að nokkuð sé gert með höndum annað en lyfta bolla og öðrum veitingum að munni. Það er hinsvegar mikið skrafað um allt milli himins og jarðar. Og það er líka gert þegar boðið er í dömukaffi á Grund. Þá er spjallað og notið.... lesa meira

Taktu auka skrefið

Sigfríður Birna Sigmarsdóttir er starfsmaður okkar hér í Mörk. Hún ætlar að hjóla Jakobsveginn og safna í leiðinni fyrir heimilið Glaumbæ í Mörk. Sjá hér að neðan frekari upplýsingar frá henni um tilhögun ferðarinnar og söfnunina. ​ ... lesa meira


Góðir gestir í morgunstund

Á miðvikudögum er boðið upp á morgunstund í hátíðarsal Grundar. Í gær mætti söngkonan Ásta Kristín Pétursdóttir og gladdi okkur með söng. Eftir hádegi kom leikhópur Kvennaskólans í heimsókn, Fúría og söng lög úr sýningunni Ó Ásthildur sem þau eru að setja upp í mars. Takk kærlega fyrir komuna.... lesa meira

Grundarheimilin fengu 15 spjaldtölvur að gjöf

Þór Pálsson framkvæmdastjóri hjá Rafmennt kom færandi hendi á Grund með 15 spjaldtölvur sem voru gjöf til Grundarheimilanna. Rafmennt hefur gefið nemendum sem hefja grunnnám rafiðngreina spjaldtölvu til eigna. Á seinasta ári var ákveðið að breyta um styrk til grunnnámsnema. Þessi spjöld eru afgangur frá þessu verkefni og ákvað stjórn Rafmenntar að gefa þau til góðgerðarmála. Á myndinni er Þór Pálsson fyrir miðju og Sigríður Sigurðardóttir og Kjartan Örn Júlíusson sitt hvoru megin að taka við þessari rausnarlegu gjöf. Rafmennt er þakkað af heilum hug fyrir spjaldtölvurnar og hulstrin sem fylgdu. Þær eiga eftir að koma sér mjög vel á Grundarheimilunum þremur.... lesa meira