Konuklúbburinn skellti sér á kaffihús
Konuklúbbur Markarinnar ákvað að gera sér glaðan dag og skellti sér á kaffihúsið Kaffi Mörk. Þar var boðið upp á dýrindis tertur og kaffi og skálað í Baileys.... lesa meira
Konuklúbbur Markarinnar ákvað að gera sér glaðan dag og skellti sér á kaffihúsið Kaffi Mörk. Þar var boðið upp á dýrindis tertur og kaffi og skálað í Baileys.... lesa meira
Nú stendur þeim sem búa í Íbúðum 60+ til boða að taka þátt í jógateygjum, stólaleikfimi, sundleikfimi og leiðbeiningum í tækjasal. Þáttakan hefur verið vonum framar og mikil gleði hjá íbúum með að geta nú aftur tekið á og verið í líkamsrækt. Það var fjör í sundlaug heilsulindar Markar í morgun eins og sést á myndinni.... lesa meira
Heimilismenn ásamt starfsmönnum Markar slógu köttinn úr tunnunni og skemmtu sér stórkostlega. Eins og sjá má á myndum var enginn lognmolla yfir fólki og vel tekið á því. Að launum fengu allir glaðning.... lesa meira
Á bolludaginn hittust nokkrar heimiliskonur í vinnustofunni hjá Þórhöllu, sr. Auði Ingu og Valdísi, gæddu sér á nýbökuðum bollum, kaffisopa og sérrí og ræddu lífsins gang og nauðsynjar eins og gerist ávallt í góðra kvenna hópi. Notaleg stund í skemmtilegum félagsskap.... lesa meira
Þegar veðrið er stillt er um að gera að anda að sér fersku lofti. Og það gera heimilismenn og starfsfólk í Ási þegar hægt er. Þá kemur nú þessi rauði fíni fararskjóti sér vel.... lesa meira
Þegar ilmurinn af nýbökuðum vöfflum læðist um gangana á Grund lifnar yfir öllum. Heimilisfólkið á V-2 kunni svo sannarlega að meta það í gær þegar hún sr. Auður Inga mætti með vöfflujárnið og deigið og bakaði með kaffinu.... lesa meira
Þegar bóndadagur rann upp sl. föstudag sigldi þorraskipið inn í Mörk... lesa meira
Unnur Jónsdóttir sem býr á Frúargangi hér á Grund hefur verið að dunda sér við að búa til töskur úr afgöngum með aðstoð Valdísar Viðarsdóttur sem starfar í vinnustofunni. Svo fallegar töskur og ekki amalegt ef einhver heppinn fær svona gersemi í afmælis- eða jólagjöf.... lesa meira
Það vakti mikla lukku þegar Erla ræstingastjóri í Ási kom með litlu ferfætlingana þá Sleipni og Kol í heimsókn í vinnuna... lesa meira
Ég óska heimilisfólki og starfsfólki Grundarheimilanna gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Ég þakka af alhug þá þrautseigju, fórnfýsi, hlýju og kærleika sem þið hafið öll sýnt á þessu sérstaka ári sem nú er liðið. Við horfum bjartsýn til nýs árs. Hugheilar kveðjur. Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna. ... lesa meira
Bólusetningin gengur vel og það er létt andrúmsloftið á heimilinu. Dregnir eru fram konfektkassar og flestir brosa bara hringinn í dag. ... lesa meira
Fólk fékk gæsahúð og jafnvel tárvot augu þegar lögreglan birtist hér í morgun með bóluefni.... lesa meira
Íbúum í íbúðum60+ í Mörk var boðið upp á skötu í hádeginu á Þorláksmessu... lesa meira
Það var bros undir grímum á andlitum starfsfólksins sem var nálægt í morgun þegar heimiliskonan Guðrún Magnúsdóttir hlaut fyrstu bólusetninguna hér á Grund... lesa meira
Í morgun hófust bólusetningar hér á Grund og það verður ekki staðar numið fyrr en allir heimilismenn hafa fengið bólusetningu. Síðari bólusetning verður svo að u.þ.b. þremur vikum liðnum. Hátíð í bæ hér á heimilinu og auðvitað var flaggað í tilefni dagsins.... lesa meira
Eins og venja er var boðið upp á skötu með hömsum, rófum og kartöflum á Þorláksmessu og það var ekki annað að sjá en heimilisfólkið kynni því vel að fá þennan herramannsmat.... lesa meira
Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna færði bindindissamtökunum IOGT skemmtilega gjöf á dögunum. ... lesa meira
Um helgina var jólatréð í Bæjarási skreytt... lesa meira
Í gær fékk Mörk hjúkrunarheimili endurnýjun á skráningu og vottun sem Eden heimili.... lesa meira
Verðlaunin í piparkökuhúsasamkepninni í Mörk voru veitt í dag. ... lesa meira
Ylvolg hjónabandssæla úr ofninum í Ási... lesa meira
Styrktarsjóður ELKO kom færandi hendi á Grund í upphafi aðventu og gaf heimilinu sex Samsung Galaxy farsíma. ... lesa meira
Þegar kærleikstré voru komin upp á allar hæðir Grundar í hamingjuvikunni í haust, vaknaði sú hugmynd að nýta þau áfram í eitthvað annað, t.d. jóladagatal„... lesa meira
Það var sannkölluð veisla í hádeginu í dag þegar Eyjólfur Kolbeins yfirmatreiðslumaður og hans starfsfólk bauð í jólahlaðborð. ... lesa meira
Heimilisfólk og starfsfólk Markar skreytti jólatréð í gær og raðaði saman jólaföndri síðustu vikna í þessa líka fallegu jólabjöllu.... lesa meira
Það er verið að baka á öllum hæðum Markar þessa dagana og verið að undirbúa komu jólanna... lesa meira
Sólarupprásin var falleg í morgun og hún Anna heimiliskona á Grund nýtur þess að sitja eða standa við gluggann og horfa á blessaða sólina koma upp. Þessi mynd var tekin í morgun.... lesa meira
Í síðustu viku var bakað á nokkrum hæðum í Mörk og smákökuilminn lagði um húsið. Á einu heimilinu var boðið upp á líkjör með bakstrinum sem mæltist mjög vel fyrir. Það verður jólalegra með hverjum deginum sem líður á heimilinum og miðað við Covid ástandið í þjóðfélaginu þá berum við okkur bara vel í Mörk. ... lesa meira
Heimilisfólk og starfsfólk í Ási er ekkert að víla fyrir sér smákökubakstur fyrir jólin í Ási og bökuðu fimm sortir í vikunni... lesa meira
Það var aldeilis bakað á Litlu og Minni Grund í vikunni og heimilisfólkið undi sér vel við að rifja upp gamlar minningar yfir smákökubakstrinum. Ekki skemmdi fyrir að hlusta á jólatónlist og gæða sér svo á góðgætinu á eftir.... lesa meira
Það var notaleg stund í dag á frúargangi Grundar þegar heimiliskonur bökuðu smákökur fyrir jólin.... lesa meira
Heimilisfólk hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að lýsa upp skammdegið í Ási.... lesa meira
Það lagði góðan bakstursilm um ganga Grundar í dag enda aðventan runnin upp og farið að baka smákökur á ýmsum stöðum í húsinu. Heimilisfólkið nýtur þess að vera með í bakstrinum og rifja upp gamla tíma í leiðinni þegar jafnvel voru bakaðar tíu sortir á aðventunni.... lesa meira
Kaffihúsið hefur nú fengið á sig jólalegan blæ, jólalögin óma, kertaljós og hægt að gæða sér á heitu súkkulaði og heimabökuðu bakkelsi. Að sjálfsögðu virðum við þær relgur sem enn eru í gildi um að aldrei séu fleiri en tíu í einu á kaffihúsinu.... lesa meira
Dómnefndin í piparkökuhúsasamkeppninni komst að þeirri niðurstöðu að ógerningur væri að velja flottasta húsið svo allir unnu. Enda sjáið þið það lesendur góðir að húsin eru öll stórkostlega skreytt og falleg með afbrigðum. Verðlaunin voru sætindi fyrir alla á Grund.... lesa meira
Það var hátíðlegt á annarri hæð Markar í gær þegar haldin var aðventuhátíð. Sr. Auður Inga Einarsdóttir flutti hugvekju í kapellu heimilisins og síðan var haldið á aðra hæð þar sem dúkuð borð biðu og glæsilgar veitingar. Boðið var upp á heitt súkkulaði, sérrí og tertur. Margir klæddust rauðu í tilefni dagsins.... lesa meira
Þessa dagana keppast heimilismenn og starfsfólk við að skreyta piparkökuhús og metnaðurinn er mikill enda verðlaun í boði fyrir þá deild sem á fallegasta húsið. Hér eru nokkur sýnishorn af jólahúsunum á Grund þessa dagana.... lesa meira
Vegna aðstæðna verður aðventan nú, ólík hefðbundinni aðventu eins og við eigum að venjast í Ási. Það verður t.d. lítið um gestakomur og því verðum við að vera sjálfbær hvað varðar glens og gaman í aðdraganda jóla. ... lesa meira
Það var heldur betur jólastemning í Ásbyrgi rétt fyrir aðventuna þegar aðventukransinn var skreyttur og setustofan dubbuð upp í jólabúning.... lesa meira
Sigrún Jóhannsdóttir heimiliskona í Miðbæ í Mörk gaf heimilinu sínu fallegt kaffistsell nýlega. Það er gamalt Kron stell sem hún erfði frá móður tengdamóður sinnar. Í talefni dagsins bakaði Arndís smákökur og hitaði súkkulaði sem þarf vart að taka fram að bragðaðist sérstaklega vel úr þessu fallega stelli. Allt verður betra þegar postulínið er svona fallegt ... lesa meira
Yndislega fallegur morgun á Grund þar sem gáð var til veðurs, stillan á undan storminum.... lesa meira
Það er ekki bara heimilisfólkið í Bæjarási sem nýtur þess á laugardagskvöldum að hlusta á Helga Björns því kötturinn Kalli hefur ekki síður gaman af því. Hér lætur hann fara vel um sig, nýtur þess að fá strokurnar frá heimiliskonunni Fríðu og hlustar á hvert lagið á fætur öðru malandi út í eitt.... lesa meira
Það var mikið hlegið einn daginn þegar ákveðið var að setjast niður til að horfa á Kaffibrúsakarlana.... lesa meira
Á tímabili þurftu 8 starfsmenn í Mörk að fara í sóttkví. Það var misjafnt hvað hver gerði eftir að "afplánunni" lauk... lesa meira
Stundum er einfaldlega gott að setjast niður, spjalla og kannski gera eitthvað í höndum ef heilsan leyfir.... lesa meira
Fyrsti dagur í jólabakstri rann upp í Mörk í vikunni... lesa meira