Fréttir

Heima um páskana

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra lagði ríka áherslu á að við verðum öll heima um páskana vegna Covid 19 veirunnar. Og leggja þannig okkar af mörkum til að sveigja kúrfuna frægu niður og til hægri í stað þess að sleppa henni áfram upp, í veldisvexti. ... lesa meira
Einmanaleiki og heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum

Nú á tímum Covid 19 hefur verið rætt í fjölmiðlum að einmanaleiki sé vandamál á meðal eldri borgara. Áhyggjur fólks vegna heimsóknarbanns á hjúkrunarheimilum hafa komið fram og spurt hefur verið hvort einangrun og einmanaleiki sem af heimsóknarbanni stafi geti stuðlað að verri heilsu íbúa og jafnvel hærri dánartíðni. ... lesa meiraBakvarðasveit Grundar hjúkrunarheimilis

Við á Grund leitum nú leiða til að fyrirbyggja hugsanlega manneklu á heimilinu í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Við erum að vinna að því að setja saman eigin bakvarðasveit sem við getum leitað til ef þörf krefur. Við leitum eftir hraustum einstaklingum yngri en 70 ára sem búa yfir þekkingu og/eða reynslu á umönnunarstörfum og geta því gengið inn í almenna umönnun með skömmum fyrirvara.... lesa meira


Kæru aðstandendur.

Hér á Grund er allt við það sama, engin veikindi herja á okkur og við reynum eftir bestu getu að halda því þannig. Við söknum ykkar auðvitað og vonum að myndir sem við höfum verið að deila á heimasíðu og fésbókarsíðum okkar gleðji ykkur.... lesa meira
Kæru aðstandendur.

Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir ótrúlegan skilning og samstarfsvilja á þessum óvenjulegu tímum. Héðan er allt gott að frétta, flestir við góða heilsu og sem betur fer enginn heimilismaður enn sem komið er smitast af Covid 19. ... lesa meiraVið getum þetta saman

Undanfarnar vikur hafa verið skrýtnar. Samkomubann, það fyrsta í rúmlega öld, hrun í ferðaþjónustu, lokun landamæra víðs vegar um heiminn svo fátt eitt sé nefnt. Við á Grundarheimilunum höfum verið að undirbúa okkur við að fá smit inn á heimilin þrjú. Bæði varðandi heimilismenn og starfsmenn. Við höfum skipt upp vöktum í eldhúsum og þvottahúsi meðal annars, en slík skipting er erfiðari í almennri umönnun. Mikil skipulagsvinna hefur farið fram og undirbúningur eins langt og hann nær í því óvissuástandi sem ríkir í samfélaginu. ... lesa meira


Endilega nýta samskiptamöguleika sem fyrir hendi eru

Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vernda heimilismenn gagnvart Covid 19 og einn liður í því er heimsóknarbannið sem nú er í gildi. Við vitum hversu erfitt það er fyrir aðstandendur að geta ekki hitt fólkið sitt en sem betur fer er hægt að nýta fjölbreytta samskiptamöguleika á meðan á þessu stendur. Hafi aðstandendur tök á að útvega heimilisfólki ipad eða snjallsíma þá er hægt hringja í gegnum nokkur öpp eins og facetime, whatsapp eða messenger og spjalla saman í mynd, sjá jafnvel barnabörnin líka og barnabarnabörnin. Starfsfólk mun eftir fremsta megni aðstoða heimilisfólk við að taka á móti slíkum samtölum og einnig aðstoða heimilisfólk við að hringja í sitt fólk.... lesa meira


Kæru aðstandendur

Hér gengur allt vel og heimilismenn flestir við góða heilsu. Enn hefur enginn veikst af Covid-19 og vonum við að það haldist þannig sem lengst. Við höfum gert ýmsar ráðstafanir til að minnka líkur á smiti og er heimsóknarbannið umrædda bara einn liður í því. Endilega ekki hika við að hafa samband við okkur og ef þið þurfið eða viljið færa heimilismönnum eitthvað þá má koma með það, vera í sambandi við deildina og við komum því til skila. ... lesa meira


Kæru aðstandendur

Á óvissutímum vinnum við eftir bestu vitund hverju sinni. Stjórnendur settu á heimsóknarbann með hagsmuni veikburða og viðkvæmra íbúa heimilianna í huga. Við skiljum að erfitt getur verið að fá ekki að heimsækja sína nánustu en hvetjum fólk til að hafa samband hafi það áhyggjur og leita annarra leiða til samskipta, til dæmis með rafrænum leiðum. Starfsfólk sjúkraþjálfunar og iðjuþjálfunar fer upp á heimilin og heldur uppi starfsemi þar. Við vonum að þetta ástand vari ekki lengi, við fylgjumst vel með tilmælum sóttvarnarlæknis og metum stöðuna dag frá degi. Minni og Litla Grund Vaktsími 530-6153 og 530-6161 Aðstoðardeildarstjórar 530-6155 og 530-6159 Deildarstóri 530-6160 V2 Vaktsími 530-6120 Deildarstjóri 530-6128 V3 Vaktsími 530-6125 Aðstoðardeildarstjóri 530-6126 Vegamót Vaktsími 530-6134 Deildarstjóri 530-6135 Austurhús Vakstími 2 hæð 530-6145 Vaktsími 3 hæð 530-6150 Deildarstjóri 530-6146 Vakthafandi hjúkrunarfræðingur utan dagvinnutíma 530-6116 Viðbragðsteymi Grundar, 10.mars 2020.... lesa meira


Heimsóknarbann

Í framhaldi af yfirlýsingu Almannavarna um neyðarstig vegna COVID-19 veirunnar er í gildi heimsóknarbann á Grund frá kl. 17.00 í dag 6. mars 2020. Við bendum ykkur á að hringja á viðkomandi deild og fá upplýsingar um ykkar aðstandanda eða samband við hann. Gangi okkur vel ... lesa meiraIceland Airwaves á Grund

Upphafsatriði Iceland Airwaves hátíðarinnar var að venju á Grund í gær, í morgunstund heimilisins sem sr. Pétur Þorsteinsson stýrir. Eftir að Ísleifur Þórhallsson hafði sagt nokkur orð tók forseti Íslands, hr. Guðni Jóhannesson, við og ræddi um mikilvægi tónlistar í daglegu lífi fólks. Það var svo tónlistarmaðurinn Sóley sem endaði stundina með því að syngja og spila nokkur lög.... lesa meiraOpið hús á Grund

Síðastliðinn laugardag var opið hús á Grund þar sem aðstandendum var boðið að koma og kynna sér það öfluga starf sem unnið er á Grund. Boðið var upp á kaffi, konfekt og nýbakaðar kleinur og síðan gengu Dýri og Jón Ólafur um húsið og léku á harmonikku og gítar. Hundruðir gesta mættu þennan dag í heimsókn til okkar og kynntu sér starfsemina. Frábær dagur sem tókst í alla staði vel. Takk fyrir komuna.... lesa meira


Samstúdentar frá MR og vinkonur í 78 ár

Árið 1939 urðu Hildigunnur Hjálmarsdóttir og Áslaug Ásmundsdóttir stúdentar af málabrauð Menntaskólans í Reykjavík. Upp frá því stofnuðu bekkjarsysturnar saumaklúbb og þær hafa verið vinkonur allat götur síðan. Nú búa þær hér á Grund og enn helst vináttan. Bekkjarsysturnar voru fjórtán talsins en þær eru þrjár sem enn eru á lífi. Dásamlegt að fylgjast með þessari fallegu og farsælu vináttu hér á Grund. ... lesa meira


Grund 95 ára

Það var mikið um dýrðir í hátíðasal heimilisins þegar haldið var upp á afmælið í síðustu viku en Grund fagnaði 95 árum þann 29. október sl. . Dúkuð borð og kertaljós, heitt súkkulaði og bakkelsi ýmiskonar. Guðrún B. Gísladóttir, forstjori Grundar, flutti ávarp, Jökull Gunnarsson sumarstarfsmaður á Grund söng og Grundarkórinn flutti nokkur lög. ... lesa meira


Ný lyfta tekin í notkun á LItlu Grund

Undanfarna mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir á Litlu Grund en þar var verið að taka í notkun nýja lyftu. Nýja lyftan er mun fljótari milli hæða en sú sem var fyrir og er töluvert stærri. Töluvert mæddi á heimilisfólki og starfsfólki á meðan framkvæmdir stóðu yfir og mikil ánægja er með að það skuli vera komin ró í húsið á ný og allir alsælir með nýju lyftuna.... lesa meira