Fréttir

Kæru aðstandendur

Veðrið og veiran láta vita ef sér en lífið heldur áfram á Grund og við erum í óðaönn að skreyta og hengja upp jólaljósin og næsta sunnudag, þann fyrsta í aðventu verður kveikt á ljósunum okkar „Gleðileg Jól“ sem hafa prýtt Grund í meira en hálfa öld. Við vorum orðin vongóð um að hægt yrði að létta á heimsóknartakmörkunum nú á aðventunni en í ljósi frétta dagsins þorum við ekki annað en að bíða og sjá. Viðbragðsteymi Grundarheimilanna hefur samráð við embætti Sóttvarnarlæknis varðandi þessar takmarkanir og við gefum okkur nokkra daga til viðbótar áður en við ákveðum breytingar. Vonandi fer þetta nú fljótlega í betri farveg, við vitum að þetta er erfitt fyrir alla. Í dag eru reglurnar þær að einn má koma í heimsókn, tvisvar í viku. Hann þarf að hringja á undan sér, heyra í deildarstjóra og bóka heimsókn. Það er möguleiki á því, í samráði við deildarstjóra, að skipta út heimsóknaraðila milli vikna og allar undanþágur fara sem fyrr í gegnum deildarstjóra. Við hvetjum heimsóknargesti til þess að gæta sérstaklega vel að sóttvörnum í sínu einkalífi og vera með grímu þegar þeir koma í heimsóknina og eins að spritta hendur við komu. Við hvetjum ykkur líka til þess að vera dugleg að hringja í ykkar ástvini og nýta spjaldtölvurnar sem okkur voru gefnar, starfsfólk er sem fyrr tilbúið að aðstoða með það. Endilega fylgið okkur á heimasíðunni okkar en það er ný og endurbætt síða að faraí loftið núna í desember og eins á fésbókinni😊 Með ósk um góða helgi. Mússa ... lesa meira


Bjartara framundan

Fréttar undanfarna daga vekja bjartsýni í brjósti. Svo virðist sem að bóluefni við Covid – 19 sé innan seilingar. Þegar það verður endanlega staðfest og hafist verður handa við bólusetningu þeirra sem eru í áhættuhópum, má segja að lokaorustan við þessi leiðindaveiru sé loks hafin. Og allar lýkur á því að okkur takist að sigra hana. ... lesa meira


Hafa unnið hjá okkur í 895 ár

Um mánaðarmótin október – nóvember ár hvert hafa Grundarheimilin þrjú boðið starfsmönnum sínum til kvöldverðar (áður fyrr kvöldkaffis). Þetta hefur verið í tengslum við foreldrakaffi á Grund og afmælisdag Grundar sem er 29. október. Hafa þessar kvöldstundir verið vel heppnaðar að mínu mati og góður vettvangur til að hitta starfsfólkið utan hefðbundins vinnutíma og njóta góðra veitinga saman. Á þessum kvöldum hef ég verið þeirrar ánægju aðnjótandi að veita fjölmörgum starfsmönnum Grundarheimilanna starfsaldursviðurkenningu. Lítið umslag þar sem þakkað er fyrir tryggð við Grundarheimilin í starfi 5, 10, 15 ár og svo framvegis... lesa meira
Kæru aðstandendur

Ég geri ráð fyrir að við séum öll að fylgjast með fréttum að veirunni og þó að tölurnar séu hagstæðar núna þá er ljóst að þetta mun dragast á langinn og fleir bylgjur munu fylgja þessari síðar. Við verðum að aðlaga okkur og finna leiðir til að njóta samvista við okkar ástvini. Það hefur verið erfitt fyrir ykkur og okkur öll hér á Grund að hafa verið með þessar stífu reglur sl vikur en að okkar mati nauðsyn og heimilisfólk hefur tekið þessu sem fyrr ótrúlega vel en þau sakna eðlilega heimsókna. ... lesa meira


Grund á afmæli í dag

Grund fagnar 98 ára afmæli sínu í dag og af því tilefni verður haldin afmælisveisla í dag fyrir heimilisfólk og starfsfólk. Þessi fallega kveðja var komin upp á vegg í morgun, eitthvað sem starfsfólk og heimilifólk útbjó. Til hamingju með daginn heimilisfólk og starfsfólk Grundar ... lesa meira


Skammist ykkar

Kannast lauslega við tvo af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. Af góðu einu. Þann þriðja hef ég aldrei hitt. Þetta ágæta þríeyki setti saman stjórnarsáttmála fyrir ríkisstjórn sína árið 2017. Þar stendur meðal annars orðrétt: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Hver er svo raunin? Hefur rekstrargrundvöllur hjúkrunarheimila verður styrktur. NEI, síður en svo. Hann hefur verið markvisst veiktur í tíð þessarar ríkisstjórnar, sem er að ljúka næsta haust. Sumir segja sem betur fer. Í stað þess að auka við fjárframlög umfram launa- og verðlagshækkanir, þá eru hjúkrunarheimilin, auk dvalar- og dagdeildarheimila, krafin um niðurskurð upp á hálft prósent á ári. Árin 2018, 2019, 2020 og nú stendur til að skera enn og aftur niður um hálft prósent skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Á sama tíma hefur nær öll önnur heilbrigðisþjónusta fengið hækkanir á fjárlögum umfram launa- og verðlagshækkanir á meðan öldrunarþjónustan situr eftir. ... lesa meira


Bleiki dagurinn á Grund

Það var létt andrúmsloftið á Grund í dag þegar bleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur síðasta föstudag. Allir sem vettlngi gátu valdið skörtuðu bleiku með einhverjum hætti og yfirlæknirinn hún Helga Hansdóttir tók þetta alla leið á bleiku skrifstofunni sinni.... lesa meira


Kæru aðstandendur

Á föstudaginn fögnuðum við bleika deginum á Grund. Langflestir starfsmenn og margir heimilismenn klæddust bleiku og við skreyttum heimilið í bleikum litum, með blöðrum og öðru skemmtilegu. Við fengum hefðbundna kjötsúpu í hádeginu og bleika köku með kaffinu. Dagurinn var ljómandi skemmtilegur og létti okkur lundina. það var spilað á nikku og sungið og allir skemmtu sér vel. Við settum myndir á fésbókarsíðu Grundar og endilega fylgist með fréttum þar. Síðan minni ég á síma og spjaldtölvurnar, við viljum gjarnan hjálpa ykkur að halda sem bestum tengslum við ykkar ástvini í þessu skrítna ástandi sem við búum við þessa dagana.... lesa meira


Kæru aðstandendur

Það var þung ákvörðun að þurfa að takmarka heimsóknir ykkar til ástvina eins og við höfum nú gert. Við sáum okkur þó ekki fært að gera annað í ljósi þeirrar siglingar sem faraldurinn virðist vera á. Okkur hefur tekist með sameiginlegu átaki ykkar og okkar að halda veirunni frá fyrir neðan. Ef eitthvað er óljóst ekki hika við að hafa samband við undirritaða. Enn og aftur takk fyrir samstöðuna og góða helgi. Mússa ... lesa meira


Engar heimsóknir nema í undantekningartilvikum

6. október 2020 Heimsóknir á hjúkrunarheimili. NEYÐARSTIG almannavarna – COVID-19 Heimsóknarreglur eru á NEYÐARSTIGI sem þýðir að engar heimsóknir eru leyfðar nema í eftirfarandi undantekningartilfellum a. Íbúi er á lífslokameðferð b. Íbúi veikist skyndilega c. Um er að ræða neyðartilfelli d. Ef hjúkrunardeildarstjóri metur það svo að nauðsynlegt sé að rjúfa þessa reglu. Gestir á undanþágu þvo hendur sínar áður en lagt er af stað og spritta hendur við komu á heimilið. Nota hanska og maska meðan á dvöl stendur og halda 1 metra fjarlægð inni á herbergi heimilismans. Gestir þurfa að hafa samþykki viðkomandi hjúkrunardeildarstjóra.... lesa meira


90 ára vígsluafmæli Grundar í dag

Í dag mánudaginn 28. september eru liðin 90 ár frá því að Grund hjúkrunarheimili var vígt að Hringbraut 50 en Grund er nú elsta hjúkrunarheimili landsins. Það verður auðvitað flaggað og boðið í huggulegt kaffisamsæti á hverri deild. Það var sumarið 1927 sem bæjarstjórn Reykjavíkur úthlutaði heimilinu lóð milli Hringbrautar og Brávallagötu og vinna við bygginguna hófst strax. Húsið sem þótti hið glæsilegasta var nefnt Grund, eins og gamla heimilið hét sem var við Kaplaskjólsveg. Fjöldi heimilismanna á þessum tíma var 56 en árið 1934 voru þeir orðnir 115. Á þessum tíma bjó einnig starfsfólk á heimilinu, og hluti hússins var í útleigu. Til marks um hvað húsið þótti glæsilegt eru orð gamallar konu sem gekk um húsið og sagði: En hvar eigum við að vera? Hún varð alveg orðlaus þegar henni var sagt að hún mætti kjósa sér herbergi, þar sem hún stóð. Mörgum þótti húsið óþarflega fínt og of mikið borið í það. Í húsinu voru þá 125 herbergi og frágangurinn talinn eins og á bestu gistihúsum. Húsið kostaði ásamt öllu innanstokks 650 þúsund krónur. Þann 28. september 1930 flutti sr. Bjarni Jónsson vígsluræðu en aðrir ræðumenn voru Guðmundur Björnsson landlæknir, sr. Ólafur Ólafsson og fleiri. Mikið var sungið og síðan voru líka ortar vísur um heimilið.... lesa meiraKæru aðstandendur

Skjótt skipast veður í lofti! Við vorum rétt búin að rýmka heimsóknarreglurnar en nú hefur Sóttvarnarlæknir komið með þau tilmæli að einungis einn heimsóknargestur megi koma dag hvern í heimsókn á hjúkrunarheimili landsins. Eins er ætlast til að fólk virði 2 metra nándarregluna á ný. Þetta tekur gildi nú þegar. Einn aðstandandi má koma í senn á heimsóknartíma milli kl.13-17, tveir aðstandendur mega skiptast á viku í senn Það verður þó að gæta þess vel að viðkomandi geti haldið sem mestri sóttkví heima. Það er mikið í húfi. Með þökk fyrir skilning og þolinmæði og von um góða helgi😊 ​Viðbragðsteymi Grundarheimilanna... lesa meiraHeimsóknarreglur

Kæru aðstandendur. Það eru ekki góðar fréttir sem við heyrumum samfélagssmit. Við viljum því ítreka mikilvægi þeirra reglna sem við höfum sett fram í því skyni að vernda ástvini ykkar. Þessar reglur verða óbreyttar fram yfir helgina en eru í stöðugri endurskoðun. Með ósk um góða og örugga helgi. Sigrún Faulk, hjúkrunarforstjóri... lesa meira


Breyttar heimsóknarreglur

Breytingar á reglum um heimsóknir taka gildi 31/7 2020 Einungis einn aðstandandi má koma í heimsókn til hvers heimilismanns einu sinni á dag. Alltaf sami einstaklingurinn sem jafnframt þarf að vera í nokkurs konar sjálfskipaðri sóttkví eða sóttkví B. Gæta skal vel að 2ja metra reglunni gagnvart öðrum heimilismönnum og starfsmönnum... lesa meiraHeimsóknargestir vinsamlega lesið þessa tilkynningu

Í ljósi nýjustu frétta um fjölgun innanlandssmita Covid-19 hér á landi langar okkur að árétta við ykkur að gæta nú enn betur að sóttvörnum. a. Vinsamlega virðið það að koma ekki nema 1-2 í heimsókn til hvers heimilismanns. b. Gætið vel að 2ja metra reglunni gagnvart öðrum heimilismönnum. c. Gestir geta því miður ekki setið með sínu fólki í sameiginlegum rýmum s.s. borðsal eða setustofu. d. Gestir geta verið inni á herbergi eða á útisvæði. e. Munið að spritta vel hendur í anddyri f. Alls ekki koma í heimsókn ef þið hafið einhver einkenni sem samræmst gætu Covid-19 smiti. g. Ef þið eruð að koma frá útlöndum vinsamlega ekki koma í heimsókn nema í samráði við deildarstjóra eða hjúkrunarframkvæmdastjóra. Við vonumst til þess að þurfa ekki að herða hér reglur um heimsóknir en það gæti þó komið til þess. Öll verðum við að vera vakandi nú sem aldrei fyrr. Takk fyrir góða samvinnu, við gerum þetta saman. Kveðja starfsfólk Grundar... lesa meira


Jarðarberin smökkuðust vel

Baldvin Ársælsson og Svanhvít Hannesdóttir íbúar á Litlu og Minni Grund hafa séð um gróðurkassa heimilisins síðastliðin ár en með dyggri aðstoð Jóns Ólafs. Þau fengu því heiðurinn að því að smakka fyrst jarðarberin og bragðið var unaðslegt.... lesa meiraIngólfur vinur minn

Ingólfur Skagfjörð Hákonarson kom til okkar í Ás árið 1992. Hann lést í byrjun mánaðarins eftir afar skammvinn veikindi og við kvöddum hann í Hveragerðiskirkju í gær. Hann var í brekku til að byrja með í Ási, hafði sig lítið frammi og dvaldi yfirleitt í sínu herbergi. Svo var um all langa tíð. En svo birti til hjá honum og hann fór að njóta lífsins, þrátt fyrir talsverð veikindi. ... lesa meira


Með vel reimaða takkaskó í seinni hálfleik

Mér finnst einhvern veginn eins og fyrri hálfleik sé lokið í baráttunni við COVID 19 veiruna. Og heilt yfir litið tókst okkur vel til og við erum yfir í leiknum. Vissulega urðum við Hvergerðingar fyrir miklu áfalli vegna fráfalls góðra hjóna hér í bæ og margir urðu mikið veikir. En að teknu tilliti til þess hversu fáir létu lífið á Íslandi miðað við víða annars staðar út í heimi, þá getum við mjög vel við unað... lesa meira


Ilmur af nýbökuðum vöfflum

Heimilismenn á V-2 kunnu svo sannarlega vel að meta þegar vöffluvagninn birtist í gættinni í setustofunni og brosmildar starfsstúlkur hófu að baka vöfflur. Ilmurinn ómótstæðilegur og sumir segja miklu betri en að borða sjálfar vöfflurnar.... lesa meira


Kæru aðstandendur

Heimsóknir síðustu vikur hafa gengið afar vel, það var notalegt að sjá ykkur aftur og nú eftir Hvítasunnuhelgina, þriðjudaginn 2.júní verður heimsóknarbannið að fullu aflétt á Grund og heimilið opnað að nýju fyrir gestum... lesa meira


Kæru aðstandendur

Síðustu tvær vikur hafa að okkar mati gengið ljómandi vel og eðlilega allir kátir að fá heimsóknir. Lífið fer að færast í eðlilegt horf og gerum við ráð fyrir að í næstu viku fái hver heimilismaður eina heimsókn daglega, það er einn gestur til hvers og eins á dag. Ekki þarf lengur að skrá og panta tíma, við treystum ykkur til þess að passa upp á það að aðeins komi einn á hverjum degi. Og nú þarf það ekkert að vera sá sami alla dagana. ... lesa meira


Kæru aðstandendur

Í næstu viku mun hver heimilsmaður fá tvær heimsóknir og mun verða hringt í ykkur til að bæta við seinni tímanum. Sami heimsóknargestur er velkominn að koma tvisvar þá viku eða einhverjir aðrir en eingöngu tveir einstaklingar þessa vikuna. Þið komið ykkur saman um það í fjölskyldunum hver kemur en við munum hafa samband við sama aðila og síðast varðandi tímasetningu.... lesa meira


Kæru aðstandendur.

Fyrsta heimsóknarvikan hefur gengið afar vel og allir kátir að fá loksins að hitta sitt fólk á ný. Ég vil þakka fyrir skilning ykkar á stöðunni og biðja ykkur að passa áfram uppá þessar reglur sem við settum. Þið eigið sömu heimsóknartíma í þessari viku og það er sami heimsóknargestur sem á að mæta. Ef þið eigið erfitt með þennan ákveðna tíma er velkomið að heyra í okkur og við reynum að hliðra til. Það verður áfram þannig að starfmenn taka á móti ykkur við innganginn og fylgja ykkur inn og útúr húsi. Annars set ég aftur bréfið hér í viðhengi. Það reynir á að halda tveggja metra regluna loksins þegar heimsóknir eru leyfðar en svo verður að vera, við reynum að útskýra þetta fyrir ástvinum ykkar áður en heimsókn hefst því eðlilega finnst þeim þetta skrítið allt. Ef þið vitið um einhverja sem eru ekki að fá tölvupóst frá okkur þá endilega bendið þeim á að láta setja sig á póstlistann. Það gerir hún Irena í síma 530-6177 eða irena@grund.is ... lesa meira


Takk kæra samstarfsfólk

Stjórn Grundarheimilanna fundaði síðastliðinn þriðjudag. Og meðal fundarefnis var Covid 19. Farið var yfir stöðuna á heimilunum þremur og hún er að mínu mati eins góð og hægt var að vonast eftir. Stjórnin bókaði eftirfarandi í fundargerðina: „Stjórn Grundar lýsir yfir mikilli ánægju með starfsfólk Grundarheimilanna og þakkar þeim kærlega fyrir afar vel unnin störf á þeim erfiðu tímum sem hafa ríkt undanfarna tvo mánuði.“ Þessu þakklæti vil ég koma á framfæri við ykkur og til allra þeirra sem tengjast Grundarheimilunum þremur á einhvern hátt. Þið hafið lagt mikið á ykkur undanfarnar vikur. Bæði við að sinna heimilisfólki á sama tíma og það fær engar heimsóknir og svo að komast hjá því að bera Covid 19 veiruna inn á heimilin. Sú staðreynd að heimilismenn fá ekki heimsóknir frá sínum nánustu í tvo mánuði samfleytt veldur eðli máls samkvæmt meira álagi á starfsfólkið, sem hefur á sama tíma gert hvað það getur til að „koma í stað“ fjölskyldu og vina, en auðvitað verður sú „afleysing“ léttvæg í samanburði við að fá sína nánustu í heimsókn. Ég vil sérstaklega nefna og þakka ykkur góða starfsfólk, fyrir það hvernig þið hafið tæklað þessar vikur. Svo virðist sem nær allir hafi sinnt sinni vinnu og verið svo heima við og/eða passað sig afskaplega vel að smitast ekki af Covid 19. Það er ekki sjálfgefið að svo stór hópur starfsmanna sé svona vel samsettur, en það á greinilega við um ykkur öll sem starfið á Grundarheimilunum þremur. Og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Þið eruð öll hetjur sem hafið staðið ykkur framúrskarandi vel á ögurstundu. Ég er mjög stoltur af ykkur öllum og hlakka til að vinna með ykkur áfram að velferð þeirra 400 heimilismanna sem hjá okkur búa. Kveðja og góða helgi, Gísli Páll, forstjóri Grundarheimilanna ... lesa meiraÁgæti aðstandandi

Reykjavík, 27. apríl 2020 Heimsóknir verða leyfðar inn á Grund, hjúkrunarheimili frá og með 4. mai næstkomandi með ákveðnum takmörkunum. Þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 þá erum við ekki í höfn og gæta þarf að ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir þegar komið er í heimsókn. ... lesa meiraHlustað við glugga

Margir ættingjar sem og listamenn hafa glatt okkur hér á Grund með ýmsum uppákomum og þó það skilji á milli gler þá er hægt að opna glugga og hlusta og njóta. Við erum svo þakklát ykkur öllum sem gleðjið okkur með þessum hætti. Heimsóknirnar veita tilbreytingu og ylja okkur öllum.... lesa meira


Ylvolg súkkulaðikaka með kaffinu.

Þær ákváðu að baka súkkulaðiköku á sumardaginn fyrsta handa heimilisfólki og starfsfólki á frúargangi (A-3), Luda Sóley Bosma og heimiliskonan Unnur Jónsdóttir. Þær höfðu gaman af bakstrinum báðar tvær, svo gaman að nú stefna þær að því að búa til brauðtertu á næstunni.... lesa meira


Heimsóknir

Ágæti aðstandandi Heimsóknir verða leyfðar inn á Grund frá og með 4. maí næstkomandi með ákveðnum takmörkunum. Þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 þá erum við ekki í höfn og gæta þarf að ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir þegar komið er í heimsókn. Einnig er nauðsynlegt að takmarka þann fjölda sem kemur inn á heimilið á hverjum tíma. Vonir eru bundnar við að heimsóknir verði rýmkaðar enn frekar í júní 2020. Á sama tíma geta íbúar farið í hár- og fótsnyrtingu á staðnum en það verður áfram lokað fyrir utanaðkomandi einstaklinga. Sjúkra- og iðjuþjálfun heldur áfram á heimili viðkomandi en ekki í sal. Vinsamlega athugið ef ástandið í þjóðfélaginu versnar með aukningu smita eða smit koma upp á hjúkrunarheimilinu, munu reglur verða hertar aftur. Nánari útfærsla á tilslökun á heimsóknarbanni verður send í næstu viku. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna ... lesa meira
Heima um páskana

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra lagði ríka áherslu á að við verðum öll heima um páskana vegna Covid 19 veirunnar. Og leggja þannig okkar af mörkum til að sveigja kúrfuna frægu niður og til hægri í stað þess að sleppa henni áfram upp, í veldisvexti. ... lesa meira
Einmanaleiki og heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum

Nú á tímum Covid 19 hefur verið rætt í fjölmiðlum að einmanaleiki sé vandamál á meðal eldri borgara. Áhyggjur fólks vegna heimsóknarbanns á hjúkrunarheimilum hafa komið fram og spurt hefur verið hvort einangrun og einmanaleiki sem af heimsóknarbanni stafi geti stuðlað að verri heilsu íbúa og jafnvel hærri dánartíðni. ... lesa meiraBakvarðasveit Grundar hjúkrunarheimilis

Við á Grund leitum nú leiða til að fyrirbyggja hugsanlega manneklu á heimilinu í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Við erum að vinna að því að setja saman eigin bakvarðasveit sem við getum leitað til ef þörf krefur. Við leitum eftir hraustum einstaklingum yngri en 70 ára sem búa yfir þekkingu og/eða reynslu á umönnunarstörfum og geta því gengið inn í almenna umönnun með skömmum fyrirvara.... lesa meira


Kæru aðstandendur.

Hér á Grund er allt við það sama, engin veikindi herja á okkur og við reynum eftir bestu getu að halda því þannig. Við söknum ykkar auðvitað og vonum að myndir sem við höfum verið að deila á heimasíðu og fésbókarsíðum okkar gleðji ykkur.... lesa meira
Kæru aðstandendur.

Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir ótrúlegan skilning og samstarfsvilja á þessum óvenjulegu tímum. Héðan er allt gott að frétta, flestir við góða heilsu og sem betur fer enginn heimilismaður enn sem komið er smitast af Covid 19. ... lesa meiraVið getum þetta saman

Undanfarnar vikur hafa verið skrýtnar. Samkomubann, það fyrsta í rúmlega öld, hrun í ferðaþjónustu, lokun landamæra víðs vegar um heiminn svo fátt eitt sé nefnt. Við á Grundarheimilunum höfum verið að undirbúa okkur við að fá smit inn á heimilin þrjú. Bæði varðandi heimilismenn og starfsmenn. Við höfum skipt upp vöktum í eldhúsum og þvottahúsi meðal annars, en slík skipting er erfiðari í almennri umönnun. Mikil skipulagsvinna hefur farið fram og undirbúningur eins langt og hann nær í því óvissuástandi sem ríkir í samfélaginu. ... lesa meira


Endilega nýta samskiptamöguleika sem fyrir hendi eru

Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vernda heimilismenn gagnvart Covid 19 og einn liður í því er heimsóknarbannið sem nú er í gildi. Við vitum hversu erfitt það er fyrir aðstandendur að geta ekki hitt fólkið sitt en sem betur fer er hægt að nýta fjölbreytta samskiptamöguleika á meðan á þessu stendur. Hafi aðstandendur tök á að útvega heimilisfólki ipad eða snjallsíma þá er hægt hringja í gegnum nokkur öpp eins og facetime, whatsapp eða messenger og spjalla saman í mynd, sjá jafnvel barnabörnin líka og barnabarnabörnin. Starfsfólk mun eftir fremsta megni aðstoða heimilisfólk við að taka á móti slíkum samtölum og einnig aðstoða heimilisfólk við að hringja í sitt fólk.... lesa meira


Kæru aðstandendur

Hér gengur allt vel og heimilismenn flestir við góða heilsu. Enn hefur enginn veikst af Covid-19 og vonum við að það haldist þannig sem lengst. Við höfum gert ýmsar ráðstafanir til að minnka líkur á smiti og er heimsóknarbannið umrædda bara einn liður í því. Endilega ekki hika við að hafa samband við okkur og ef þið þurfið eða viljið færa heimilismönnum eitthvað þá má koma með það, vera í sambandi við deildina og við komum því til skila. ... lesa meira


Kæru aðstandendur

Á óvissutímum vinnum við eftir bestu vitund hverju sinni. Stjórnendur settu á heimsóknarbann með hagsmuni veikburða og viðkvæmra íbúa heimilianna í huga. Við skiljum að erfitt getur verið að fá ekki að heimsækja sína nánustu en hvetjum fólk til að hafa samband hafi það áhyggjur og leita annarra leiða til samskipta, til dæmis með rafrænum leiðum. Starfsfólk sjúkraþjálfunar og iðjuþjálfunar fer upp á heimilin og heldur uppi starfsemi þar. Við vonum að þetta ástand vari ekki lengi, við fylgjumst vel með tilmælum sóttvarnarlæknis og metum stöðuna dag frá degi. Minni og Litla Grund Vaktsími 530-6153 og 530-6161 Aðstoðardeildarstjórar 530-6155 og 530-6159 Deildarstóri 530-6160 V2 Vaktsími 530-6120 Deildarstjóri 530-6128 V3 Vaktsími 530-6125 Aðstoðardeildarstjóri 530-6126 Vegamót Vaktsími 530-6134 Deildarstjóri 530-6135 Austurhús Vakstími 2 hæð 530-6145 Vaktsími 3 hæð 530-6150 Deildarstjóri 530-6146 Vakthafandi hjúkrunarfræðingur utan dagvinnutíma 530-6116 Viðbragðsteymi Grundar, 10.mars 2020.... lesa meira


Heimsóknarbann

Í framhaldi af yfirlýsingu Almannavarna um neyðarstig vegna COVID-19 veirunnar er í gildi heimsóknarbann á Grund frá kl. 17.00 í dag 6. mars 2020. Við bendum ykkur á að hringja á viðkomandi deild og fá upplýsingar um ykkar aðstandanda eða samband við hann. Gangi okkur vel ... lesa meiraIceland Airwaves á Grund

Upphafsatriði Iceland Airwaves hátíðarinnar var að venju á Grund í gær, í morgunstund heimilisins sem sr. Pétur Þorsteinsson stýrir. Eftir að Ísleifur Þórhallsson hafði sagt nokkur orð tók forseti Íslands, hr. Guðni Jóhannesson, við og ræddi um mikilvægi tónlistar í daglegu lífi fólks. Það var svo tónlistarmaðurinn Sóley sem endaði stundina með því að syngja og spila nokkur lög.... lesa meiraOpið hús á Grund

Síðastliðinn laugardag var opið hús á Grund þar sem aðstandendum var boðið að koma og kynna sér það öfluga starf sem unnið er á Grund. Boðið var upp á kaffi, konfekt og nýbakaðar kleinur og síðan gengu Dýri og Jón Ólafur um húsið og léku á harmonikku og gítar. Hundruðir gesta mættu þennan dag í heimsókn til okkar og kynntu sér starfsemina. Frábær dagur sem tókst í alla staði vel. Takk fyrir komuna.... lesa meira


Samstúdentar frá MR og vinkonur í 78 ár

Árið 1939 urðu Hildigunnur Hjálmarsdóttir og Áslaug Ásmundsdóttir stúdentar af málabrauð Menntaskólans í Reykjavík. Upp frá því stofnuðu bekkjarsysturnar saumaklúbb og þær hafa verið vinkonur allat götur síðan. Nú búa þær hér á Grund og enn helst vináttan. Bekkjarsysturnar voru fjórtán talsins en þær eru þrjár sem enn eru á lífi. Dásamlegt að fylgjast með þessari fallegu og farsælu vináttu hér á Grund. ... lesa meira


Grund 95 ára

Það var mikið um dýrðir í hátíðasal heimilisins þegar haldið var upp á afmælið í síðustu viku en Grund fagnaði 95 árum þann 29. október sl. . Dúkuð borð og kertaljós, heitt súkkulaði og bakkelsi ýmiskonar. Guðrún B. Gísladóttir, forstjori Grundar, flutti ávarp, Jökull Gunnarsson sumarstarfsmaður á Grund söng og Grundarkórinn flutti nokkur lög. ... lesa meira


Ný lyfta tekin í notkun á LItlu Grund

Undanfarna mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir á Litlu Grund en þar var verið að taka í notkun nýja lyftu. Nýja lyftan er mun fljótari milli hæða en sú sem var fyrir og er töluvert stærri. Töluvert mæddi á heimilisfólki og starfsfólki á meðan framkvæmdir stóðu yfir og mikil ánægja er með að það skuli vera komin ró í húsið á ný og allir alsælir með nýju lyftuna.... lesa meira