Fréttir


Iceland Airwaves á Grund

Upphafsatriði Iceland Airwaves hátíðarinnar var að venju á Grund í gær, í morgunstund heimilisins sem sr. Pétur Þorsteinsson stýrir. Eftir að Ísleifur Þórhallsson hafði sagt nokkur orð tók forseti Íslands, hr. Guðni Jóhannesson, við og ræddi um mikilvægi tónlistar í daglegu lífi fólks. Það var svo tónlistarmaðurinn Sóley sem endaði stundina með því að syngja og spila nokkur lög.... lesa meiraOpið hús á Grund

Síðastliðinn laugardag var opið hús á Grund þar sem aðstandendum var boðið að koma og kynna sér það öfluga starf sem unnið er á Grund. Boðið var upp á kaffi, konfekt og nýbakaðar kleinur og síðan gengu Dýri og Jón Ólafur um húsið og léku á harmonikku og gítar. Hundruðir gesta mættu þennan dag í heimsókn til okkar og kynntu sér starfsemina. Frábær dagur sem tókst í alla staði vel. Takk fyrir komuna.... lesa meira


Samstúdentar frá MR og vinkonur í 78 ár

Árið 1939 urðu Hildigunnur Hjálmarsdóttir og Áslaug Ásmundsdóttir stúdentar af málabrauð Menntaskólans í Reykjavík. Upp frá því stofnuðu bekkjarsysturnar saumaklúbb og þær hafa verið vinkonur allat götur síðan. Nú búa þær hér á Grund og enn helst vináttan. Bekkjarsysturnar voru fjórtán talsins en þær eru þrjár sem enn eru á lífi. Dásamlegt að fylgjast með þessari fallegu og farsælu vináttu hér á Grund. ... lesa meira


Grund 95 ára

Það var mikið um dýrðir í hátíðasal heimilisins þegar haldið var upp á afmælið í síðustu viku en Grund fagnaði 95 árum þann 29. október sl. . Dúkuð borð og kertaljós, heitt súkkulaði og bakkelsi ýmiskonar. Guðrún B. Gísladóttir, forstjori Grundar, flutti ávarp, Jökull Gunnarsson sumarstarfsmaður á Grund söng og Grundarkórinn flutti nokkur lög. ... lesa meira


Ný lyfta tekin í notkun á LItlu Grund

Undanfarna mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir á Litlu Grund en þar var verið að taka í notkun nýja lyftu. Nýja lyftan er mun fljótari milli hæða en sú sem var fyrir og er töluvert stærri. Töluvert mæddi á heimilisfólki og starfsfólki á meðan framkvæmdir stóðu yfir og mikil ánægja er með að það skuli vera komin ró í húsið á ný og allir alsælir með nýju lyftuna.... lesa meira