Frétt

Ný lyfta tekin í notkun á LItlu Grund

Undanfarna mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir á Litlu Grund en þar var verið að taka í notkun nýja lyftu. Nýja lyftan er mun fljótari milli hæða en sú sem var fyrir og er töluvert stærri. Töluvert mæddi á heimilisfólki og starfsfólki á meðan framkvæmdir stóðu yfir og mikil ánægja er með að það skuli vera komin ró í húsið á ný og allir alsælir með nýju lyftuna.