Frétt

Grund 95 ára

Það var mikið um dýrðir í hátíðasal heimilisins þegar haldið var upp á afmælið í síðustu viku en Grund fagnaði 95 árum þann 29. október sl. . Dúkuð borð og kertaljós, heitt súkkulaði og bakkelsi ýmiskonar. Guðrún B. Gísladóttir, forstjori Grundar, flutti ávarp,  Jökull Gunnarsson sumarstarfsmaður á Grund söng  og Grundarkórinn flutti nokkur lög.