Frétt

Samstúdentar frá MR og vinkonur í 78 ár

Árið 1939 urðu Hildigunnur Hjálmarsdóttir og Áslaug Ásmundsdóttir  stúdentar af málabrauð Menntaskólans í Reykjavík. Upp frá því stofnuðu bekkjarsysturnar saumaklúbb og þær hafa verið vinkonur allat götur síðan. Nú búa þær hér á Grund og enn helst vináttan. Bekkjarsysturnar voru fjórtán talsins en þær eru þrjár sem enn eru á lífi. Dásamlegt að fylgjast með þessari fallegu og farsælu vináttu hér á Grund.