Frétt

Opið hús á Grund

Síðastliðinn laugardag var opið hús á Grund þar sem aðstandendum var boðið að koma og kynna sér það öfluga starf sem unnið er á Grund. Boðið var upp á kaffi, konfekt og nýbakaðar kleinur og síðan gengu Dýri og Jón Ólafur um húsið og léku á harmonikku og gítar. Hundruðir gesta mættu þennan dag í heimsókn til okkar og kynntu sér starfsemina. Frábær dagur sem tókst í alla staði vel. Takk fyrir komuna.

Myndir með frétt