Frétt

Starfamannafélag Grundar færði heimilinu raddþjálfa

Í tilefni þess að Grund fagnaði 95 ára afmæli í lok október sl. vildi starfsmannafélag Grundar gefa heimilinu gjöf. Stjórnin leitaði til Kötlu með ráðleggingar um gjöf sem myndi nýtast sem flestum í húsinu. Niðurstaðan var að kaupa raddhjálpa svokallaðan sem þýðir að heimilisfólkið heyrir betur þegar verið er að lesa upp eða taka þátt í öðrum viðburðum þar sem þarf að hlusta. Grund þakkar hjartanlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf frá starfsmönnum. Á myndinni eru það frá vinstri Írena McCabe formaður starfsmannafélagsins, Katla Kristvinsdóttir iðjuþjálfi, Magðalena S. Kristinsdóttir og Kristinn Ómarsson en þau tvö síðastnefndu eru í stjórn starfsmannafélagsins