Frétt

Jóhanna Guðrún og Davíð á Grund

Í bljúgri bæn ómaði svo fallega úr hátíðasalnum í síðustu viku þegar þau Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson voru gestir í morgunstund. Parið tók hvert lagið á fætur öðru, allt lög sem heimilisfólk kannaðist við.  Heimiliskonan Guðlaug Sigurgeirsdóttir hlýddi með mikilli athygli enda ömmu strákurinn hennar Davíð Sigurgeirsson sem kom þarna fram með konunni sinni Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur. Hjartans  þakkir fyrir fallega og hjartnæma stund.

Myndir með frétt