Frétt

Systkinin í vinnustofu Grundar

Ekki amaleg þessi fallegu börn sem búa nú á vinnustofu Grundar, þökk sé myndarskap heimiliskonunnar Magneu Sigurhansdóttur. Hún prjónaði þessi systkini og fékk smá aðstoð með andlitið og hárið. Þetta verður gjöf til heppinna barnabarnabarna. Þessi myndarlegu systkini fengu nöfnin Dísa og Halli í vinnustofunni í dag og var þá verið að vísa til þeirra starfsmanna sem þar vinna, Valdísar og Þórhöllu. Skemmtilegt og gaman að fylgjast með fjölbreyttu starfi vinnustofunnar.

Myndir með frétt