Frétt

Lagalisti handa ömmu og afa

Í gær komu þær Magnea Tómasdóttir og Kristín Waage með fyrirlestur á Grund um gildi tónlistar í lífi heimilisfólks sem og auðvitað allra.  Þær hvöttu til að aðstandendur byggju til lagalista fyrir fólkið sitt, lögin sem mamma og pabbi eða amma og afi hlustuðu á í sínu ungdæmi. Best er fyrir fólkið að hlusta ef heyrnartólin eru nokkuð stór. Tónlistin skipar stóran sess í lífi okkar eins og við vitum öll sem notum líklega tónlist í ýmsum tilgangi, þegar við erum leið, þegar  við þurfum hvatningu í ræktinni eða tiltektinni og þegar við erum glöð og sæl.

Þessi slóð getur verið sniðug til viðmiðunar þegar setja á saman lagalista, www.playlistforlife.org.uk