Frétt

Herrakaffið á Grund

Yfir vetrartímann hittast herrar hér á Grund í herrakaffi og spjalla um heima og geima. Þær  Auður Inga Einarsdóttir og Katla Kristvinsdóttir fá þó að vera með í selskapnum og finnst það ekki leiðinlegt. Að þessu sinni las Katla stutta sögu um úldin andaregg uppúr Fuglabókinni eftir Þórarinn Hjartarson og Rán Flygering. Svo var farið með vísur og rifjaðar upp stökur. 

Myndir með frétt