Frétt

Fóstbræður heimsækja Grund

Síðasta laugardag kom kórinn á Grund  og hélt stórkostlega tónleika fyrir heimilisfólkið í hátíðasal. Geir Reynir Tómasson heimilismaður  verður 102 ára í júní  og hann  söng um tíma með Fóstbræðrum sem einmitt fagna 102 ára afmæli nú í ár. Af þessu tilefni kom Geir upp á svið til Fóstbræðra og tók með þeim lagið. Það er Eyþór Edvardsson sem á heiðurinn að þessum myndum.
 

Myndir með frétt