Frétt

Notalegar stundir

Það var ljúfur ilmur í lofti nú einn morguninn í vikunni hér á Grund,  róandi tónlist í bakgrunni og starfsfólkið að nudda nokkrar heimiliskonur á frúargangi, sem er á þriðju hæðinni í austurhúsinu. Starfsfólkið á heimilinu hefur að undanförnu kynnt sér namaste nálgun í umönnun þar em það hefur fengið kennslu í að nudda hendur með ilmolíum og mynda notalega stemmningu með róandi tónum,  slakandi olíum og nuddinu. Elsa K.  Gunnlaugsdóttir deildarstjóri, ákvað strax að taka upp þessar notalegur stundir á sínum deildum og starfsfólkið áhugasamt um að taka þátt með heimilisfólki. Virkilega notaleg stund þennan morgun.

Myndir með frétt