Frétt

Bauð heimilisfólki upp á tónleika

Það var stappað útúr dyrum í hátíðasal heimilisins  síðastliðinn laugardag þegar  heimilismaðurinn Kristján A.S. Jónsson bauð til tónleika til minningar um eiginkonu sína Eyþóru Elíasdóttur sem lést á Grund árið 2017. Það voru stórsöngvararnir  Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Gissur Páll Gissurarson sem sungu við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanóleikara og húsið ómaði af þessum dásamlega söng á aðra klukkustund. Takk hjartanlega fyrir tónleikana Kristján. 

Myndir með frétt