Frétt

Grundarkórinn fór í vorferð til Grindavíkur

Nýverið hélt  Grundarkórinn í kórferðalag.  Ferðinni var heitið til Grindavíkur þar sem dvalarheimilið Víðhlíð var heimsótt og þar hélt kórinn stutta tónleika fyrir fullum sal af fólki.  Kórinn hlaut mjög góðar móttökur og það var mikið klappað.  Að tónleikum loknum var boðið upp á kaffi og meðlæti sem allir gerðu góð skil og á meðan var spjallað við heimilisfólkið. Það er skemmtilegt að segja frá því að þarna hitti  Erna Sigurbaldursdóttir, kórfélagi, mágkonu sína sem býr í Víðihlíð. Farin var Krísuvíkurleiðin til baka og gaman að sjá Kleifarvatn. Það hittist þannig á að þegar hópurinn átti þar leið hjá að verið var að taka kvikmynd. Síðast en ekki síst þá var það  Valdís Viðarsdóttir sem sá svo hópnum fyrir fróðleik á meðan á akstrinum stóð. Hún rakti um sögu Grindavíkur, spjallaði um  Tyrkjaránið og um einsetumanninn í Krísuvík.  


Myndir með frétt