Frétt

Ljúfir tónar og ís í góða veðrinu

Heimilisfólk lét smá golu ekki á sig fá í gær þegar Grundarbandið kom í heimsókn enda skein sólin skært og bara notalegt að fá vind á vanga. Flísteppi voru á bekkjum fyrir þá sem vildu en flestir höfðu vaðið fyrir neðan sig og fóru út í flís- eða lopapeysu. Það var notalegt að hlusta á Grundarbandið leika gamla slagara og gæða sér svo á ís í leiðinni.

Myndir með frétt