Frétt

Forsætisráðherra í morgunstund

Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra,  var í síðustu viku boðið í morgunstund á Grund og eftir þá indælu stund sagðist hún vera til í að byrja hvern dag á því að heimsækja þann góða stað. Hún ræddi umættfræði, sögu fullveldisins, Vesturbæinn og HM í fótbolta. Og svo steig hún auðvitað upp á stól og fór með töfrabragð með Pétri Þorsteinssyni æskulýðsleiðtoga. Takk Katrín fyrir frábæra heimsókn og þú ert alltaf hjartanlega velkomin.

 


Myndir með frétt