Frétt

Páll Óskar og Monika í hátíðasal

Sumar stundir eru bara yndislegri en aðrar. Svoleiðis stund áttum við í hátíðasal Grundar í síðustu viku . Þá voru sannkallaðir.stórtónleikar í hátíðasal Grundar. Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth sungu og spiluðu ljúf lög fyrir heimilisfólk. Þess má geta að tónleikarnir voru í boði Ólafar Brekkan heimiliskonu á Grund og þökkum við henni hjartanlega fyrir þessa yndislegu og ljúfu stund.


Myndir með frétt