Frétt

Grund fagnar 96 ára afmæli sínu

Grund fagnaði 96 ára afmæli sínu þann 29. október sl. Upp á það var haldið í hátíðasal heimilisins fyrir skömmu. Forstjóri heimilisins, Guðrún B. Gísladóttir flutti ávarp, Grundarkórinn söng nokkur lög Una Dóra Þorbjörnsdóttir söng einsöng. Í afmæliskaffinu var einnig minnst brúðkaupsdags hjónanna Guðrúnar Sveinsdóttur og Jóns Helgasonar frá Steinum. Forsagan að því er að árið 1924 kom Sveinn Jónsson að máli við stjórn Grundar og tjáði að hann og systkini hans væru til í að gefa eitt þúsund í byggingarsjóð Grundar en í staðinn yrði ávallt haldið upp á brúðkaupsdag foreldra þeirra. Grund heldur gjarnan í gamlar hefðir ef þær eru skemmtilegar og þetta er ein þeirra sem enn í dag er við lýði.

Myndir með frétt