Frétt

Biskup Íslands heimsótti Grund

Það var fjölmenni við guðsþjónustu á Grund síðastliðinn sunnudag þegar biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikaði við messu í hátíðasal. Sr. Auður Inga Einarsdóttir, heimilisprestur, þjónaði fyrir altari ásamt sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur prófasti og sr. Þorvaldi Víðissyni biskupsritara. Grundarkórinn leiddi söng en einsöngvari var Jökull Sindri Gunnarsson og organisti  Kristín Waage.

 


Myndir með frétt