Frétt

Fóstbræður á Grund

Kórfélagarnir mættu í gær, laugardaginn 4. maí,   klæddir kjólfötum og það var óneitanlega hátíðlegt að horfa upp á tugi herramanna marsera í hátíðasalinn með þessum hætti og halda tónleika. Allt húsið ómaði, ólýsanleg stund sem allir kunna svo sannarlega að meta. Takk kærlega Fóstrbæður fyrir ræktarsemina og þennan yndislega söng. Það er Árni Harðarson  sem stýrir kórnum af sinni alkunnu snilld.

Myndir með frétt