Frétt

Tískumódel á tíræðisaldri

Heimilisfólk sem tók að sér að sýna fatnaðinn mætti snemma í hársnyrtingu og konurnar í förðun. Síðan þurfti að máta fatnaðinn sem sýna átti og taka til fylgihluti.  Gestir streymdu í hátíðasal til að horfa á tískusýninguna og boðið var upp á veitingar á meðan módelin svifu um salinn. sumir með aðstoð göngugrindar og hjólastólar voru engin fyrirstaða.  Módelin sýndu bæði hversdagsfatnað, spariföt og náttfatnað. 

Myndir með frétt