Frétt

Heimilismaður gefur Þingeyrakirkju hökul

Heimilismaðurinn sr. Árni Sigurðsson, gaf nýlega hökul til Þingeyrakirkju  í Þingeyraprestakalli Starfandi prestur þar,  sr. Sveinbjörn Einarsson, tók við gjöfinni, ásamt Birni Magnússyni, formanni sóknarnefndar.  Afhendingin fór fram í hátíðasal Grundar og á myndinni eru auk sr. Árna og sr. Sveinbjörns og Björns, börn séra Árna, Arnór og Hildur.