Frétt

Starfsfólk Grundar og Markar heimsótti Ás

Í gær fóru starfsmenn Grundar og Markar í heimsókn í Ás til að kynna sér starfsemina þar. Eftir að  Birna Sif Atladóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri hafði farið með gestina um svæðið og frætt þá um lífið í Ási var kíkt í þvottahúsið þar sem Gísli Páll Pálsson forstjóri leiddi fólk í allan sannleika um starfið þar. Að lokum bauð Eyjólfur Kristinn Kolbeins matreiðslumeistari upp á veitingar með bresku ívafi. Það má svo ekki gleyma því að það var hann Kristinn Ómarsson starfsmaður Grundar sem ók rútunni fram og til baka. 

Myndir með frétt