Frétt

Riff kvikmyndahátíðin bauð í bíó

Aðstandendur Riff kvikmyndahátíðarinnar buðu heimilisfólki á Grund  upp á bíósýningu í vikunni. Þeir komu færandi hendi með myndina Síðasta haustið í hús en hún er eftir Yrsu Roch Fannberg sem var einnig viðstödd sýninguna og starfar hér á Grund meðfram kvikmyndagerðinni. Í hléi var boðið upp á veitingar sem passa við svona skemmtilegt tilefni. Við á Grund  þökkum innilega fyrir okkur og bendum áhugasömum á að myndin er sýnd í Bíó Paradís þann 6. október á vegum Riff og fer síðan í almennar sýningar.

Myndir með frétt