Frétt

Heimilismenn á Grund hjóla um allan heim

Heimilismenn á Grund hafa að undanförnu tekið þátt í hjólakeppninni Pedal On Road Worlds For Seniors. Keppnin er norsk að uppruna og þátttakendur geta ferðast um allan heim á meðan þeir hjóla þ.e. horft á myndbönd hvaðanæva að. Grund lenti í 32 sæti í keppninni af 194 hjúkrunarheimilum víðsvegar um heim sem tóku þátt. Í fyrsta sæti í karlaflokki á Grund varð Ólafur Björgúlfsson, í fyrsta sæti í kvennaflokki Sigrún Jóhannsdóttir og í öðru sæti í kvennaflokki Kristín Guðmundsdóttir.

Myndir með frétt