Frétt

Afmælis-, og foreldrakaffi Grundar

Afmælis- og foreldrakaffi Grundar var haldið í vikunni, borð voru dúkuð, blóm á borðum og boðið upp á heitt súkkulaði og ýmsar kræsingar. Gísli Páll Pálsson, forstjóri, hélt tölu og bauð gesti velkomna og að því búnu kynnti hann til leiks stórsöngvarana Kristján Jóhannsson og Geir Ólafsson sem sungu við undirleik Þóris Baldurssonar.

Myndir með frétt