Frétt

Setningarathöfn Iceland Airwaves á Grund

Það hefur skapast hefð fyrir því að setja Iceland Airwaves hátíðina á Grund og í morgun var það hljómsveitin Hjaltalín sem reið á vaðið með hálftíma tónleika eftir að Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu Live hafði opnað formlega hátíðina og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flutt ávarp. Áður en hátíðin hófst fylgdust gestir með daglegri morgunstund í umsjá sr. Péturs Þorsteinssonar þar sem gerðar voru leikfimiæfingar, lesið upp og sungið. Leikskólabörn komu í heimsókn, heimilisfólk fjölmennti og gestir Iceland Airwaves á meðan húsrúm leyfði. Frábær stund.

Myndir með frétt