Frétt

Skjóða og jólasveinarnir mættu á þrettándaballið

Þrettándagleðin á Grund var með eindæmum skemmtileg en jólin voru kvödd með pompi og pragt í hátíðasal heimilisins. Skjóða gladdi börn starfsfólks og barna og barnabarnabörn heimilisfólks og jólasveinarnir mættu galvaskir enda vildu þeir alls ekki missa af þessum selskap. Grundarbandið lék fyrir dansi og auðvitað glöddu jólasveinarnir börnin með góðgæti þegar þeir kvöddu og héldu til fjalla.

Myndir með frétt