Frétt

Kórónaveiran Covid 19

Umræða um Covid 19 vírusinn hefur líklega ekki farið fram hjá neinum og við á Grund hjúkrunarheimili erum að fylgjast með hverju framvindur í því máli.

Nú er það þannig að hér búa einstaklingar sem er hættara við alvarlegum fylgikvillum þessa vírus ef hann berst í hús til okkar og viljum við gera allt til að koma í veg fyrir að hann berist í hús til okkar.
Einn liður í því er að þið kæru aðstandendur heimsækið ekki fólkið ykkar ef eitthvað af þessum eftirtöldu atriðum á við ykkur:

• þið eða einhver nákominn ykkur er með kvef eða önnur flensulík einkenni s.s. hósta
• ef þið hafið verið erlendis viljum við gjarnan að þið frestið heimsóknum í 14 daga frá heimkomu

Þá viljum við minna á og biðja um að ávallt sé haft í huga þegar komið er inn á heimilið

• að til að forðast smit er handþvottur og handsprittun mikilvægasta ráðið
• forðast skal líkamlega snertingu eins og handabönd, faðmlög og kossa
• forðist snertingu eins og hægt er á almenna snertifleti eins og hurðahúna og handrið