Frétt

Endilega nýta samskiptamöguleika sem fyrir hendi eru

Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vernda heimilismenn gagnvart Covid 19 og einn liður í því er  heimsóknarbannið sem nú er í gildi. Við vitum hversu erfitt það er fyrir aðstandendur að geta ekki hitt fólkið sitt en sem betur fer er hægt að nýta fjölbreytta samskiptamöguleika á meðan á þessu stendur.   Hafi aðstandendur tök á að útvega heimilisfólki ipad eða snjallsíma þá er hægt hringja í gegnum nokkur öpp eins og facetime, whatsapp eða messenger og spjalla saman í mynd, sjá jafnvel barnabörnin líka og barnabarnabörnin. Starfsfólk mun eftir fremsta megni aðstoða heimilisfólk við að taka á móti slíkum samtölum og einnig aðstoða heimilisfólk við að hringja í sitt fólk.