Frétt

Við getum þetta saman

 

Ýmis konar þjónusta hefur verið skert og/eða flutt til heimilismannanna sjálfra eins og sjúkra- og iðjuþjálfun.  Með heimsóknarbanni er öllum heimsóknum listamanna og annarra þeirra sem koma til okkar dags daglega sjálfhætt.  Í þessum efnum höfum við farið eftir leiðbeiningum frá landlæknisembættinu og ef þær leiðbeiningar breytast á einhvern hátt þá munum við að sjálfsögðu fara eftir því.

 Sjálfur verð ég næstu daga eða vikur að keyra þvott á milli þvottahússins okkar í Hveragerði og hjúkrunarheimilanna þriggja auk þess sem ég fæ að vera á stóru fínu strauvélinni.  Við Alda fórum í annan vaktahópinn í þvottahúsinu þar sem starfsfólkið þar ræður ekki við álagið þegar búið er að skipta hópnum í tvennt.  Við verðum ýmist á morgunvakt eða eftirmiðdagsvakt og þá ekki eins auðvelt að ná í okkur.  Öllum tölvupóstum og símtölum munum við þó svara á öðrum tímum sólarhringsins.  Komi upp smit eða sóttkví í þvottahúsinu þá mun ég leita til starfsmanna sem hafa hætt nýlega auk þess sem líklega verða framhaldsskólanemar á lausu.

 Mér finnst vera góður andi og samstaða innan Grundarheimilanna að leysa þessi verkefni sem blasa við okkur á þessum erfiðu tímum.  Við vitum lítið um framhaldið og margt á eflaust eftir að koma okkur á óvart, eitthvað sem okkur datt ekki í hug að gæti gerst og við þurfum að leita nýrra leiða til að leysa málin.  Með samvinnu og samheldni getum við þetta saman.

 Kveðja og gangi okkur öllum vel,

Gísli Páll, forstjóri Grundarheimilanna

P.s. Hef alltaf dreymt um að fá að prófa að vinna á strauvélinni, nú hefur sá draumur ræst