Frétt

Kæru aðstandendur.

Starfsfólk sýnir ótrúlega hugmyndaauðgi þegar kemur að því að stytta heimilisfólki stundir í þessu leiðinlega en óhjákvæmilega heimsóknarbanni.  Við erum að setja myndir af starfinu á heimasíður og fésbókina okkar.  Ég hvet ykkur til þess að finna leiðir til að eiga samskipti við ykkar fólk eða fá fréttir af því, einhverjir hafa gefið sínu fólki Ipad og erum við tilbúin að aðstoða ykkur með það.  Síðan erum við með Ipada sem við getum notað til að tengja ykkur saman.  Ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur þetta þá bið ég ykkur að hafa samband við Kötlu iðjuþjálfa með tölvupósti katla@grund.is

 Áfram er velkomið að hringja á deildar og fá upplýsingar og samband við heimilisfólk.  Sími á MG/LG er 530-6153 og netfang lgvakt@grund.is 

 Sími á V2 er 530-6120 og netfang v2vakt@grund.is.

Sími á Vegamótum 3 hæð er 530-6130 og á 4 hæð 530-6134  og netfang v4vakt@grund.is

Sími á V3 er 530-6125 og netfang v3vakt@grund.is

Þórdís aðstoðardeildarstjóri er með síma 530-6126 og netfang thordis@grund.is

Oxana deildarstjóri er með síma 530-6128 og netfang oxana@grund.is

Sími á A2 er 530-6145 og netfang a2vakt@grund.is.  Á A3 er síminn 530-6150 og netfang a3vakt@grund.is

Elsa deildarstjóri er með síma 530-6146 og netfang elsa@grund.is

Við erum búin að vera að undirbúa okkur undir það að heimilismaður gæti smitast og höfum gert margvíslegar breytingar og áætlanir um hvernig við tökumst á við það.  Við ætlum hins vegar að halda áfram í vonina um að við getum haldið smiti frá fólkinu okkar og þökkum fyrir hvern dag sem okkur tekst það.

Allir eru sannarlega að gera sitt besta í þessari óvissu og við erum þakklát fyrir ykkar skilning.

Góða helgi😊

Mússa