Frétt

Fékk ipad í afmælisgjöf

Synir Hildigunnar Hjálmarsdóttur heimiliskonu á Grund ákváðu að gefa mömmu sinni ipad í afmælisgjöf. Það kemur sér aldeilis vel því heimsóknarbann er nú í gangi á hjúkrunarheimilum og hægt að hringja beint í ættingja með ipad og sjá fólkið sitt í mynd. Hildigunnur var að minnsta kosti hæstánægð með þessa gjöf og hlakkaði til að spjalla við sitt fólk.