Frétt

Elko og Lionshreyfingin gáfu Grundarheimilunum spjaldtölvur

Fólk á auðvelt með að setja sig í spor heimilisfólksins okkar sem ekki fær að hitta aðstandendur sína vegna hættu á veirusmiti. Spjaldtölvur auðvelda samskiptin því þær gera heimilisfólki kleyft að spjalla við sitt fólk í mynd. Elko og Lionshreyfingin á Íslandi voru ekki lengi að bregðast við þegar barst til þeirra að Grundarheimilin ættu fáa slíka gripi. Í dag komu fulltrúar frá Lions hreyfingunni færandi hendi með átta Samsung spjaldtölvur með heyrnartólum og nokkrum dögum áður hafði verslunin Elko fært okkur fimm slíkar spjaldtölvur með heyrnartólum. Við færum þeim innilegar þakkir fyrir þessar rausnarlegu gjafir sem svo sannarlega munu koma sér vel og fara strax í notkun á heimilunum þremur eftir helgi, á Grund, Mörk og í Ási. Þúsund þakkir.

Myndir með frétt