Frétt

Kæru aðstandendur.

Við minnum á að ykkur er velkomið að hringja hvenær sem er og eins getið þið beðið um að tengjast ykkar fólki gegnum spjaldtölvur okkar.

Við erum svo lánsöm að okkur voru gefnar nýjar spjaldtölvur þannig að eftir helgina verður hver deild með sína eigin spjaldtölvu og það gerir þetta allt enn einfaldara fyrir okkur öll.


Mig langar að þakka ykkur fyrir þann stuðning sem þið sýnið á þessum erfiðu tímum, símtöl og tölvupóstar til okkar sem skipta virkilega máli, takk 😊
Að lokum þá erum við að óska eftir fólki í bakvarðasveit Grundar og bið ég ykkur að kynna ykkur efni þessa bréfs sem er hér í viðhengi og síðan er slóð hér þar sem þið megið gjarna skrá ykkur ef þið sjáið ykkur fært að gera það.
Með fyrirframþakklæti og ósk um góða helgi.

Bestu kveðjur og góða helgi.

Mússa