Frétt

Kæru aðstandendur

Eftir því sem vikurnar hafa liðið verður okkur æ ljósara hversu mikilvæg og rétt þessi ákvörðun var þó erfið hafi verið og við beitum öllum ráðum til að verja okkar heimilismenn eins og hægt er. Enn hefur enginn smitast hjá okkur og erum við afsakplega þakklát fyrir það. Starfsfólkið allt leggur sig fram um að vernda heimilisfólkið og hjálpa því að takast á við dagana án ykkar.

Nú sem aldrei fyrr er afar mikilvægt að við höldum seiglu og finnum að það er von og að framundan er bjart. Okkur er sagt af Þrieykinu að við erum í miðju langhlaupi og við horfum fram á veginn og höldum okkar striki, annað er ekki í boði.

Þið megið síðan gjarnan benda vinum og vandamönnum á bakvarðarsveit okkar og set hér tengil inn á hana.
https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx…

Og svo óska ég öllum góðrar helgar😊
Mússa