Frétt

Forstjórinn á vöktum í þvottahúsinu

Störf starfsfólks Grundarheimilanna hafa mörg hver tekið breytingum þessa dagana og Gísli Páll Pálsson, forstjóri starfar nú t.d. á vöktum í þvottahúsi heimilanna ásamt konunni sinni og framkvæmdastjóra Íbúða 60+ í Mörkinni Öldu Pálsdóttur. Þar þurfti að tvískipta vöktum og vantaði nokkra starfsmenn. Birgir Busk er fyrrum starfsmaður í Ási sem kom inn tímabundið til að starfa í þvottahúsinu. Hann kom færandi hendi í þvottahúsið einn morguninn með nýbakaða tertu með kaffinu.

Myndir með frétt