Frétt

Kæru aðstandendur

Heimsóknarbann er áfram í gildi og heimilisfólk getur því miður ekki farið heim til aðstandenda þessa páska eins og komið hefur fram hjá Víði og félögum en við höldum páskana hátíðlega og ferðumst innan deildar þetta árið.

Páskaundirbúningur hefur gengið vel á Grund og kokkarnir reiða fram góðgæti fyrir okkur og síðan verður sjónvarpað hátíðarmessu á páskadag fyrir þá sem vilja njóta hennar.

Ég minni ykkur á að það er velkomið að hringja hvenær sem er og fá upplýsingar og samband við ykkar ástvini. Hver deild hefur sína spjaldtölvu og starfsfólk er tilbúið að tengja ykkur saman.

Ég vil þakka ykkur fyrir gott samstarf og óska ykkur öllum gleðilegrar páskahátíðar.

Mússa