Frétt

Kæru aðstandendur

Nú hefur Sóttvarnarlæknir tilkynnt að það verði gerðar tilslakanir á heimsóknarbanninu eftir 4.mai, við fögnum því auðvitað öll en erum jafnframt meðvituð um það að við verðum að vanda okkur við það verkefni.

Síðasti vetrardagur er á miðvikudag og sumarið handan við hornið, þann dag verða þessar tilslakanir kynntar en þangað til er staðan óbreytt og við hvetjum til að þið nýtið síma og spjaldtölvur til samskipta.

Við minnum líka á heimasíðu og fésbókina okkar þar sem við setjum inn myndir og fréttir af lífinu á Grund.

Góða helgi allir😊

Mússa