Frétt

Heimsóknir

Ágæti aðstandandi 

Heimsóknir verða leyfðar inn á Grund frá og með 4. maí næstkomandi með ákveðnum takmörkunum. Þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 þá erum við ekki í höfn og gæta þarf að ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir þegar komið er í heimsókn.  Einnig er nauðsynlegt að takmarka þann fjölda sem kemur inn á heimilið á hverjum tíma.  Vonir eru bundnar við að heimsóknir verði rýmkaðar enn frekar í júní 2020. 
Á sama tíma geta íbúar farið í hár- og fótsnyrtingu á staðnum en það verður áfram lokað fyrir utanaðkomandi einstaklinga. Sjúkra- og iðjuþjálfun heldur áfram á heimili viðkomandi en ekki í sal.
Vinsamlega athugið ef ástandið í þjóðfélaginu versnar með aukningu smita eða smit koma upp á hjúkrunarheimilinu, munu reglur verða hertar aftur.

Nánari útfærsla á tilslökun á heimsóknarbanni verður send í næstu viku.

Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna