Frétt

Leikfimiæfingar í sjónvarpinu

Það er ekki hægt að bjóða upp á daglega morgunstund í hátíðasalnum þessa dagana vegna varúðarráðstafana. En starfsfólkið sér við því og býður upp á notalega stund sem hægt er að horfa á í sjónvarpi á deildum. Fyrir helgi var stólunum raðað upp í hátíðasal fyrir stólaleikfimi og Helga sjúkraþjálfari gerði æfingar sem heimilisfólk gat gert og fylgst með á skjánum. Kristín Waage spilaði undir á píanó og söng ásamt Valdísi sem starfar á vinnustofunni. Eftir leikfimina og sönginn las Valdís sögu.

Myndir með frétt