Frétt

Ylvolg súkkulaðikaka með kaffinu.

Þær ákváðu að baka súkkulaðiköku á sumardaginn fyrsta handa heimilisfólki og starfsfólki á frúargangi (A-3), Stephanie Rósa Bosma og heimiliskonan Unnur Jónsdóttir. Þær höfðu gaman af bakstrinum báðar tvær, svo gaman að nú stefna þær að því að búa til brauðtertu á næstunni.

Myndir með frétt