Frétt

Ágæti aðstandandi

Reykjavík, 27. apríl  2020

Ágæti aðstandandi

Heimsóknir verða leyfðar inn á  Grund, hjúkrunarheimili  frá og með 4. mai næstkomandi með ákveðnum takmörkunum.   Þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 þá erum við ekki í höfn og gæta þarf að ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir þegar komið er í heimsókn.   Einnig er nauðsynlegt að takmarka þann fjölda sem kemur inn á heimilið á hverjum tíma.   Vonir eru bundnar við að heimsóknir verði rýmkaðar enn frekar í júní 2020.         

Athugið ef ástandið í þjóðfélaginu versnar með aukningu smita eða smit koma upp á hjúkrunarheimilinu, munu reglur verða hertar aftur.

Vinsamlega kynnið ykkur vel eftirfarandi heimsóknarreglur:

 1. Einn aðstandandi, helst maki eða barn, fær að koma í heimsókn og alltaf sami einstaklingurinn. Nauðsynlegt er að fjölskyldur komi sér saman um hver það verður sem sér um heimsóknirnar. Ekki er gert ráð fyrir að börn yngri en 18 ára komi í heimsókn nema með undaþágu.
 2. Heimsóknartími er bókaður kl. 13, 14, 15 eða 16 dag hvern en ekki er reiknað með að hver einstaklingur fái heimsókn nema 1 sinni í viku í byrjun í mest klukkustund í senn.
 3. Nauðsynlegt er að fá heimsóknarleyfi hjá hjúkrunardeildarstjóra eða staðgengli hans með dags fyrirvara á eftirfarandi netfangi eða síma;fyrst um sinn munum við hringja í ykkur og festa tíma símleiðis.

  V2 og Vegamót oxana@grund.is 530-6128

  V3 thordís@grund.is 530-6126 eða mussa@grund.is 530-6188

  Austurhús elsa@grund.is 530-6146

  MG/LG rosa@grund.is 530-6160

 4. Starfsfmaður fylgir ykkur inn og útúr húsi.Ekki er leyfilegt að staldra við og fá upplýsingar um heimilisfólk, það skal áfram gert símleiðis.
 5. Munið að þvo og spritta hendur áður en heimsókn hefst og að henni lokinni. Ekki snerta neitt, farið beint inn til íbúa og beint út aftur. Gestir mega ekki veraí sameiginlegum rýmum Grundar og beðnir um að nýta enga innanhúsaðstöðu.
 6. Virðið 2ja metra regluna í samskiptum við ykkar ástvin.
 7. Vinsamlega hlaðið niður í símana ykkar smitrakningnarappi almannavarna fyrir 4. maí
 8. Alls ekki koma í heimsókn ef:
  1. Þú ert í sóttkví
  2. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
  3. Þú hefur verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  4. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Alltaf að hafa í huga að við getum verið einkennalausir smitberar.

 

Sigrún Faulk

framkvæmdastjóri hjúkrunar