Frétt

Kæru aðstandendur.

Fyrsta heimsóknarvikan hefur gengið afar vel og allir kátir að fá loksins að hitta sitt fólk á ný.  Ég vil þakka fyrir skilning ykkar á stöðunni og biðja ykkur að passa áfram uppá þessar reglur sem við settum.

Þið eigið sömu heimsóknartíma í þessari  viku og það er sami heimsóknargestur sem á að mæta.  Ef þið eigið erfitt með þennan ákveðna tíma er velkomið að heyra í okkur og við reynum að hliðra til.

Það verður áfram þannig að starfmenn taka á móti ykkur við innganginn og fylgja ykkur inn og útúr húsi.  Annars set ég aftur bréfið hér í viðhengi.

Það reynir á að halda tveggja metra regluna loksins þegar heimsóknir eru leyfðar en svo verður að vera, við reynum að útskýra þetta fyrir ástvinum ykkar áður en heimsókn hefst því eðlilega finnst þeim þetta skrítið allt.

Ef þið vitið um einhverja sem eru ekki að fá tölvupóst frá okkur þá endilega bendið þeim á að láta setja sig á póstlistann.  Það gerir hún Irena í síma 530-6177 eða irena@grund.is