Frétt

Kæru aðstandendur

Kæru aðstandendur.

 Í næstu viku mun hver heimilsmaður fá tvær heimsóknir og mun verða hringt í ykkur til að bæta við seinni tímanum.

Sami heimsóknargestur er velkominn að koma tvisvar þá viku eða einhverjir aðrir en eingöngu tveir einstaklingar þessa vikuna.  Þið komið ykkur saman um það í fjölskyldunum hver kemur en við munum hafa samband við sama aðila og síðast varðandi tímasetningu.

Ef vel gengur verða enn frekari tilslakanir í vikunni á eftir þ.e. frá 25.mai.

Áfram verður sami háttur hafður á,  þ.e. við sækjum heimsóknargesti í andyrið og fylgjum ykkur á herbergi heimilismanns.

 Best er að hringja á viðkomandi deild þegar þið mætið.

V2 530-6120

V3 530-6125

Vegamót 530-6130 3 hæð og 6134 4 hæð

Austurhús 530-6145 2 hæð og 6150 3 hæð

MG/LG 530-6161 og 6153

 Það verður þá aflétt tveggja metra fjarlægðatakmörkun milli heimilismanns og ástvina.

Fólk má einnig fara í gönguferðir með sínum nánustu og hvetjum við til þess😊

Ekki er gert ráð fyrir að fólk fari í bíltúra eða heimsóknir fyrr en eftir 2. júní

 

Enn og aftur takk fyrir alla þolinmæðina, við sjáum fyrir endann á þessu.

Góða helgi