Frétt

Heimsóknargestir vinsamlega lesið þessa tilkynningu

Í ljósi nýjustu frétta um fjölgun innanlandssmita Covid-19 hér á landi langar okkur að árétta við ykkur að gæta nú enn betur að sóttvörnum.
a. Vinsamlega virðið það að koma ekki nema 1-2 í heimsókn til hvers heimilismanns.
b. Gætið vel að 2ja metra reglunni gagnvart öðrum heimilismönnum.
c. Gestir geta því miður ekki setið með sínu fólki í sameiginlegum rýmum s.s. borðsal eða setustofu.
d. Gestir geta verið inni á herbergi eða á útisvæði.
e. Munið að spritta vel hendur í anddyri
f. Alls ekki koma í heimsókn ef þið hafið einhver einkenni sem samræmst gætu Covid-19 smiti.
g. Ef þið eruð að koma frá útlöndum vinsamlega ekki koma í heimsókn nema í samráði við deildarstjóra eða hjúkrunarframkvæmdastjóra.

Við vonumst til þess að þurfa ekki að herða hér reglur um heimsóknir en það gæti þó komið til þess.
Öll verðum við að vera vakandi nú sem aldrei fyrr.

Takk fyrir góða samvinnu, við gerum þetta saman.

Kveðja starfsfólk Grundar