Frétt

Breyttar heimsóknarreglur

Breytingar á reglum um heimsóknir taka gildi 31/7 2020

  • Einungis einn aðstandandi má koma í heimsókn til hvers heimilismanns einu sinni á dag.  Alltaf sami einstaklingurinn sem jafnframt þarf að vera í nokkurs konar sjálfskipaðri sóttkví eða sóttkví B.
  • Gæta skal vel að 2ja metra reglunni gagnvart öðrum heimilismönnum og starfsmönnum
  • Gestir mega ekki staldra við á göngum eða ísameiginlegum rýmum s.s. borðsal eða setustofu.  Fara skal beint á herbergi heimilismanns og bíða þar eftir honum ef hann er ekki inni og starfsmenn sækja viðkomandi.
  • Gestir geta verið inni á herbergi eða á útisvæði en virða verður 2 metra regluna.
  • Munið að spritta vel hendur í anddyri við komu og þegar þið farið úr húsi.
  • Alls ekki koma í heimsókn ef þið hafið einhver einkenni sem samræmst gætu Covid-19 smiti. 
  • Það verða að líða 14 dagar frá því komið er frá útlöndum þar til leyfi fæst til að koma inn á heimilið.
  • Húsið verður opið fyrir heimsóknir frá 13-17 en annars læst og bent er á dyrasíma við innganga.
  • Heimilisfólk er beðið um að fara ekki á opinbera fjölmenna staði eða í veislur.
  • Að lokum ítrekum við að starfsfólk er boðið og búið að styðja heimilismenn og aðstandendur í að halda sambandi á þessum krefjandi tímum, til dæmis í gegnum síma, spjaldtölvur og “glugga”.Öllum fyrirspurnum skal beina til viðkomandi hjúkrunardeildarstjóra.

 

 

 

Takk fyrir góða samvinnu, við gerum þetta saman😊

 

Kveðja starfsfólk Grundar