Frétt

Engar heimsóknir nema í undantekningartilvikum

6. október 2020

NEYÐARSTIG almannavarna – COVID-19
Heimsóknarreglur eru á NEYÐARSTIGI sem þýðir að engar heimsóknir eru leyfðar nema í eftirfarandi undantekningartilfellum
a. Íbúi er á lífslokameðferð
b. Íbúi veikist skyndilega
c. Um er að ræða neyðartilfelli
d. Ef hjúkrunardeildarstjóri metur það svo að nauðsynlegt sé að rjúfa þessa reglu.
Gestir á undanþágu þvo hendur sínar áður en lagt er af stað og spritta hendur við komu á heimilið. Nota hanska og maska meðan á dvöl stendur og halda 1 metra fjarlægð inni á herbergi heimilismans. Gestir þurfa að hafa samþykki viðkomandi hjúkrunardeildarstjóra.